Landsbankinn búinn að ganga frá kaupum á TM

Landsbankinn kaupir TM | 30. maí 2024

Landsbankinn búinn að ganga frá kaupum á TM

Kvika banki og Landsbankinn rituðu í dag undir kaupsamning um kaup Landsbankans hf. á 100% hlutafjár TM trygginga hf. Kaupverðið er 28,6 milljarðar króna. 

Landsbankinn búinn að ganga frá kaupum á TM

Landsbankinn kaupir TM | 30. maí 2024

Landsbankinn hefur keypt allt hlutafé í TM.
Landsbankinn hefur keypt allt hlutafé í TM. mbl.is/sisi

Kvika banki og Lands­bank­inn rituðu í dag und­ir kaup­samn­ing um kaup Lands­bank­ans hf. á 100% hluta­fjár TM trygg­inga hf. Kaup­verðið er 28,6 millj­arðar króna. 

Kvika banki og Lands­bank­inn rituðu í dag und­ir kaup­samn­ing um kaup Lands­bank­ans hf. á 100% hluta­fjár TM trygg­inga hf. Kaup­verðið er 28,6 millj­arðar króna. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kviku banka og á vef Lands­bank­ans

„Áreiðan­leika­könn­un er nú lokið og er kaup­samn­ing­ur­inn með hefðbundn­um fyr­ir­vör­um, s.s. samþykki fjár­mála­eft­ir­lits Seðlabanka Íslands og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Kaup­verð sam­kvæmt kaup­samn­ingi er 28,6 millj­arðar króna og mun Lands­bank­inn hf. greiða fyr­ir hluta­féð með reiðufé. Kaup­verðið miðast við efna­hags­reikn­ing TM í lok árs 2023. End­an­legt kaup­verð verður aðlagað miðað við breyt­ing­ar á efn­is­legu eig­in fé TM frá upp­hafi árs 2024 til af­hend­ing­ar­dags en fjár­hæð breyt­ing­ar­inn­ar mun bæt­ast við eða drag­ast frá kaup­verðinu sam­kvæmt kaup­samn­ingn­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Kviku. 

Mark­mið um arðsemi ná­ist 

„Kaup bank­ans á TM fela í sér mörg tæki­færi og við hlökk­um til að fá starfs­fólk TM til liðs við þann öfl­uga hóp sem starfar í bank­an­um. Við vilj­um ein­falda líf viðskipta­vina með því að bjóða alla fjár­málaþjón­ustu á ein­um stað og ég er sann­færð um að mark­mið bank­ans um arðsemi af kaup­un­um munu nást,“ er haft eft­ir Lilju Björk Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Landsbans á vef bank­ans. 

Heim­ild til staðar

„Nú hef­ur farið fram áreiðan­leika­könn­un sem kaup­samn­ing­ur­inn bygg­ir á. Bankaráð Lands­bank­ans aflaði lög­fræðiálits þar sem kem­ur fram niðurstaða um heim­ild þáver­andi bankaráðs til að samþykkja gerð bind­andi kauptil­boðs þann 15. mars 2024. Það er ánægju­legt að kom­in sé niðurstaða um kaup Lands­bank­ans á TM,“ er haft eft­ir Jóni Þ. Sig­ur­geirs­syni, for­manni bankaráðs í til­kynn­ingu á vef bank­ans. 

mbl.is