Matcha smoothie-skál sem gleður líkama og sál

Uppskriftir | 30. maí 2024

Matcha smoothie-skál sem gleður líkama og sál

Frá upp­hafi 21. ald­ar hef­ur matcha orðið sí­fellt vin­sælla meðal fólks sem tal­ar fyr­ir heil­brigðum lífs­stíl um all­an heim og hef­ur öðlast orðspor sem það fæðubót­ar­efni sem er leiðandi í holl­ustu. Þessi matcha smoothie-skál er stútfull af orku og góðum næringarefnum sem gleðja bæði líkama og sál. Að byrja daginn á þessari hollustu gerir góðan dag betri.

Matcha smoothie-skál sem gleður líkama og sál

Uppskriftir | 30. maí 2024

Dásamlegt að byrja daginn á þessari matcha smoothie-skál sem er …
Dásamlegt að byrja daginn á þessari matcha smoothie-skál sem er stútfull af orku og góðum næringarefnum. Samsett mynd

Frá upp­hafi 21. ald­ar hef­ur matcha orðið sí­fellt vin­sælla meðal fólks sem tal­ar fyr­ir heil­brigðum lífs­stíl um all­an heim og hef­ur öðlast orðspor sem það fæðubót­ar­efni sem er leiðandi í holl­ustu. Þessi matcha smoothie-skál er stútfull af orku og góðum næringarefnum sem gleðja bæði líkama og sál. Að byrja daginn á þessari hollustu gerir góðan dag betri.

Frá upp­hafi 21. ald­ar hef­ur matcha orðið sí­fellt vin­sælla meðal fólks sem tal­ar fyr­ir heil­brigðum lífs­stíl um all­an heim og hef­ur öðlast orðspor sem það fæðubót­ar­efni sem er leiðandi í holl­ustu. Þessi matcha smoothie-skál er stútfull af orku og góðum næringarefnum sem gleðja bæði líkama og sál. Að byrja daginn á þessari hollustu gerir góðan dag betri.

Matcha smoothie-skál

Fyrir tvo

  • 3 frosnir bananar
  • 1 mangó
  • 1 flysjuð pera
  • 1 avókadó
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 2 msk. Moya matcha daily eða traditional 1 glas af sojamjólk eða annarri plöntumjólk
  • 2 msk. hlynsíróp eða hunang

Til að skreyta skálina

  • 1 stk. kíví í sneiðum
  • Kókosflögur eftir smekk
  • Fersk eða frosin bláber eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið banana, mangó, peru, avókadó, sítrónusafa og 1 skeið af Moya Matcha Daily í blandara.
  2. Blandið hráefninu saman þar til það er slétt og mjúkt, bætið rólega og varlega sojamjólkinni út í, þetta á að vera svolítið þykkt.
  3. Í annarri skál, þeytið 1 skeið af Moya Matcha Daily með smá skvettu af plöntumjólk,  hægt að notað matcha písk í þetta eða mjólkurflóara.
  4. Bætið síðan við hlynsírópi.
  5. Hellið smoothie í skálar og bætið þeyttu matcha ofan á.
  6. Skreytið með kíví, kókos og bláberjum eftir smekk.
  7. Berið fram og njótið.
mbl.is