Þarf að vinna að því að forsetaframbjóðendur bjóði upp á te

Forsetakosningar 2024 | 30. maí 2024

Þarf að vinna að því að forsetaframbjóðendur bjóði upp á te

Nú styttist óðum í kjördag en á laugardaginn 1. júní næstkomandi munu Íslendingar kjósa sér nýja forseta. Það má fastlega búast því að haldin verði ófáa kosningakaffiboðin og margir munu gera sér glaðan dag og bjóða í kosningapartí og grill. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og gleðigjafi með meiru er byrjuð að undirbúa stóran daginn og ætlar að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn og halda upp á daginn hátíðlega.

Þarf að vinna að því að forsetaframbjóðendur bjóði upp á te

Forsetakosningar 2024 | 30. maí 2024

Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og gleðigjafi með meiru æltar að mæta …
Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og gleðigjafi með meiru æltar að mæta prúðbúin á kjörstað á laugadaginn og vonast eftir að fá te þegar hún mætir í kosningakaffi. Samsett mynd

Nú styttist óðum í kjördag en á laugardaginn 1. júní næstkomandi munu Íslendingar kjósa sér nýja forseta. Það má fastlega búast því að haldin verði ófáa kosningakaffiboðin og margir munu gera sér glaðan dag og bjóða í kosningapartí og grill. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og gleðigjafi með meiru er byrjuð að undirbúa stóran daginn og ætlar að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn og halda upp á daginn hátíðlega.

Nú styttist óðum í kjördag en á laugardaginn 1. júní næstkomandi munu Íslendingar kjósa sér nýja forseta. Það má fastlega búast því að haldin verði ófáa kosningakaffiboðin og margir munu gera sér glaðan dag og bjóða í kosningapartí og grill. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og gleðigjafi með meiru er byrjuð að undirbúa stóran daginn og ætlar að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn og halda upp á daginn hátíðlega.

Ætlar þú að mæta í kosningakaffi á kjördag?

„Mér finnst svo mikilvægt að dætur okkar upplifi mikilvægi þess að kjósa og að það sé alls ekki sjálfgefið. Við ætlum því að klæða okkur svolítið upp og fara saman fjölskyldan að kjósa. Þar sem ég veit að við hjónin kjósum líklega ekki það sama finnst mér líklegt að við mætum í tvö kosningakaffi,“ segir Hildur leyndardómsfull á svipinn.

Ilmandi Earl Grey te

Hvað finnst þér mest heillandi á kosningakaffihlaðborðið?

„Ef það er gott úrval af tei þá er ég nokkuð sátt, það er þó sjaldnast te en ég þarf auðvitað að vinna í því að fá forsetaframbjóðendur í að bjóða upp á ilmandi Earl Grey næst, hvenær svo sem það verður.“

Hildur vonast eftir að fá Earl Grey te þegar hún …
Hildur vonast eftir að fá Earl Grey te þegar hún mætir í kosningakaffi hjá forsetaframbjóðendum. Ljósmynd/Unsplash

Ertu búin að ákveða matseðilinn fyrir kvöldverðinn á kjördag?

„Mér finnst líklegt að við verðum með óformlegt boð, jafnvel á pallinum ef veður leyfir. Þá verður boðið upp á grillmat og ófengt freyðivín.“

Ætla að taka þeim sem vinnur fagnandi

Á að mæta í kosningapartí?

„Það er aldrei að vita, þetta eru svo spennandi kosningar að það er ekki ólíklegt. Við erum svo lánsöm með það að vera að minnsta kosti með 5 frambærilega frambjóðendur sem öll munu sóma sér vel í hlutverkinu. Ég ætla að taka þeim sem vinnur fagnandi, hver svo sem það verður og ég vona að sem flestir hugsi þannig,“ segir Hildur að lokum sem er komin í kosningastuð. 

mbl.is