Verður í hestvagni en ekki á hestbaki

Kóngafólk í fjölmiðlum | 30. maí 2024

Verður í hestvagni en ekki á hestbaki

Karl Bretakonungur verður í hestvagni í stað þess að vera á hestbaki þegar hann tekur þátt í árlegri afmælishátíð í næsta mánuði.

Verður í hestvagni en ekki á hestbaki

Kóngafólk í fjölmiðlum | 30. maí 2024

Karl Bretakonungur í Buckinghamhöll fyrr í mánuðinum.
Karl Bretakonungur í Buckinghamhöll fyrr í mánuðinum. AFP/Chris Jackson

Karl Bretakonungur verður í hestvagni í stað þess að vera á hestbaki þegar hann tekur þátt í árlegri afmælishátíð í næsta mánuði.

Karl Bretakonungur verður í hestvagni í stað þess að vera á hestbaki þegar hann tekur þátt í árlegri afmælishátíð í næsta mánuði.

Karl, sem er 75 ára, er að glíma við krabbamein. Hann mun fara á milli hermanna í hestvagni í skrúðgöngunni Trooping the Colour þar sem haldið er upp á afmæli breska konungsveldisins.

Skrúðgangan er einn af hápunktum dagskrár breska þjóðhöfðingjans á ári hverju.

Í fyrra tók Karl þátt í vígsluathöfn sinni sem konungur á hestbaki.

Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Karl hefði greinst með ótilgreint krabbamein og hefur hann verið í meðferð síðan þá.

Undanfarnar vikur hefur hann sést æ oftar opinberlega. Til að mynda sótti hann blómasýninguna í Chelsea í síðustu viku.

mbl.is