Framkvæmdanefnd sem stofnuð var af ríkisstjórninni út frá lagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttir innviðaráðherra mun hefja störf núna um helgina.
Framkvæmdanefnd sem stofnuð var af ríkisstjórninni út frá lagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttir innviðaráðherra mun hefja störf núna um helgina.
Framkvæmdanefnd sem stofnuð var af ríkisstjórninni út frá lagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttir innviðaráðherra mun hefja störf núna um helgina.
Alþingi samþykkti lagafrumvarp innviðaráðherra um sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar 14. maí síðastliðinn.
„Framkvæmdanefndin er að taka til starfa núna um helgina á grundvelli þessara nýju laga og það skiptir auðvitað miklu máli að það sé öruggt utanumhald um þau málefni sem undir hana heyra þannig við vonum að þetta gangi vel,“ segir Svandís í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi og bætir við:
„En auðvitað er erfitt að horfa upp á endurtekna atburði, ég held að það hljóti að eiga við um alla,“ segir hún og á við endurtekin eldgos á Reykjanesskaga.
Á vef Stjórnarráðsins má sjá að verkefni framkvæmdanefndarinnar snúa einkum að samfélagsþjónustu, framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík. Mörgum þessara verkefna hefur til þessa verið sinnt af almannavörnum og öðrum stjórnvöldum.