Hundruð áhugasamra kaupenda

Húsnæðismarkaðurinn | 31. maí 2024

Hundruð áhugasamra kaupenda

„Þetta er flottasta verkefni sem ég nokkru sinni tekið þátt í,“ segir Daði Hafþórsson, löggildur fasteignasali hjá Eignamiðlun.

Hundruð áhugasamra kaupenda

Húsnæðismarkaðurinn | 31. maí 2024

Svona munu fyrstu tvö fjölbýlishúsin við Bygggarða líta út fullkláruð. …
Svona munu fyrstu tvö fjölbýlishúsin við Bygggarða líta út fullkláruð. Sala á íbúðum hefst um helgina. Tölvumynd/Onno

„Þetta er flottasta verkefni sem ég nokkru sinni tekið þátt í,“ segir Daði Hafþórsson, löggildur fasteignasali hjá Eignamiðlun.

„Þetta er flottasta verkefni sem ég nokkru sinni tekið þátt í,“ segir Daði Hafþórsson, löggildur fasteignasali hjá Eignamiðlun.

Um helgina hefst sala á fyrstu íbúðunum í Gróttubyggð á Seltjarnarnesi. Ráðgert er að um 500 manns muni búa í þessu nýja hverfi þegar fram líða stundir. Þar verða byggðar alls um 170 íbúðaeiningar en í þessum fyrsta hluta fara 59 íbúðir í sölu sem Jáverk hefur byggt. Um er að ræða tvö fjölbýlishús og þrjú fjórbýlishús. Fyrsta húsið verður afhent í haust. Fjölbýlishúsin eru næst sjónum og blasa við þegar keyrt er áleiðis að hinu vinsæla útivistarsvæði við Gróttu. „Þetta er alveg í náttúrunni og flestar íbúðirnar eru með frábært útsýni út á sjó. Þá er stutt í útivistarsvæðin,“ segir Daði.

Fjölbýlishúsin eru til vinstri en fjórbýlishúsin þrjú til hægri á …
Fjölbýlishúsin eru til vinstri en fjórbýlishúsin þrjú til hægri á myndinni. Tölvumynd/Onno

Vandað hefur verið til verka við byggingu húsanna að hans sögn. Þau eru byggð eftir Svansvottunarkerfinu og nostrað er við hvert smáatriði. Þannig eru íbúðir með aukinni lofthæð og loftskiptakerfi sem gerir fólki kleift að fá ferskt loft inn þótt gluggar séu lokaðir. Þá er sérstök einangrun í loftum sem bætir hljóðvist. Öll tæki og innréttingar eru af vönduðustu gerð.

Þær dýrustu á 200 milljónir

Bílastæði í kjallara fylgir með íbúðunum í fjölbýlishúsunum og sumum íbúðum fylgja tvö stæði. Tvö baðherbergi eru í sumum íbúðum og fataherbergi. Stærð íbúðanna er frá 48 fermetrum upp í 170 fermetra. Daði segir aðspurður að verð íbúðanna sé frá 60 milljónum upp í rétt rúmlega 200 milljónir.

Skjólsælt og fallegt umhverfi verður í miðri Gróttubyggð.
Skjólsælt og fallegt umhverfi verður í miðri Gróttubyggð. Tölvumynd/Onno

Hann segir að mikill áhugi hafi verið á íbúðum í Gróttubyggð meðan á byggingu þeirra hefur staðið. „Við erum með lista af um 400 áhugasömum kaupendum. Það hefur verið rosa áreiti á okkur.“

Fréttin birtist í Morgunblaðinu 30. maí.

mbl.is