Kallar Cher sérstöku gælunafni

Poppkúltúr | 31. maí 2024

Kallar Cher sérstöku gælunafni

Alexander Edwards, ungur elskhugi söngkonunnar Cher, ljóstraði því upp í spjalli við bandaríska slúðurmiðilinn TMZ á dögunum að hann ætti sér sérstakt gælunafn fyrir söngdívuna.

Kallar Cher sérstöku gælunafni

Poppkúltúr | 31. maí 2024

Edwards og Cher.
Edwards og Cher. AFP

Alexander Edwards, ungur elskhugi söngkonunnar Cher, ljóstraði því upp í spjalli við bandaríska slúðurmiðilinn TMZ á dögunum að hann ætti sér sérstakt gælunafn fyrir söngdívuna.

Alexander Edwards, ungur elskhugi söngkonunnar Cher, ljóstraði því upp í spjalli við bandaríska slúðurmiðilinn TMZ á dögunum að hann ætti sér sérstakt gælunafn fyrir söngdívuna.

Edwards, sem er 40 árum yngri en Cher, kýs að kalla hana „my bitch“ eða „tíkin mín“ á íslensku. 

Orðið tík hefur lengi verið talið niðrandi heiti yfir konu og því spurning hvað hann meini með þessu orðalagi. Edwards tók þó sérstaklega fram að parið væri mjög hamingjusamt. 

Cher, 78 ára, og Edwards, sem er 38 ára, sáust fyrst saman í nóvember 2022 þegar þau fóru á rómantískt stefnumót í Los Angeles. 

Í desember 2022 fóru sögusagnir á kreik um að Cher og Edwards væru trúlofuð eftir að söngkonan deildi mynd af glæsilegum demantshring á samfélagsmiðlum, en svo var ekki.  

mbl.is