Selenskí þakkar Norðurlöndum fyrir stuðninginn

Úkraína | 31. maí 2024

Selenskí þakkar Norðurlöndum fyrir stuðninginn

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, kvaðst á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag þakklátur fyrir óbilandi stuðning Norðurlanda. Sagði hann ljóst að allir Úkraínumenn lifðu með von í brjósti um frið, en ljóst væri að friður næðist aðeins með sterkri Úkraínu.

Selenskí þakkar Norðurlöndum fyrir stuðninginn

Úkraína | 31. maí 2024

Selenskí á blaðamannafundinum.
Selenskí á blaðamannafundinum. AFP/Fredrik Sandberg

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, kvaðst á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag þakklátur fyrir óbilandi stuðning Norðurlanda. Sagði hann ljóst að allir Úkraínumenn lifðu með von í brjósti um frið, en ljóst væri að friður næðist aðeins með sterkri Úkraínu.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, kvaðst á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag þakklátur fyrir óbilandi stuðning Norðurlanda. Sagði hann ljóst að allir Úkraínumenn lifðu með von í brjósti um frið, en ljóst væri að friður næðist aðeins með sterkri Úkraínu.

Stefnt er að því að halda friðarþing í Sviss á þessu ári og hafa um hundrað ríki skuldbundið sig til þátttöku. Forseti Úkraínu sagði ánægjulegt að sjá eins mikla þátttölu og raun ber vitni sérstaklega í ljósi þess að Rússland hefði beitt sér gegn því að ríki hefðu aðild að friðarþinginu.

Þá átti Selenskí tvíhliða fundi með leiðtogum Norðurlandanna í dag þar sem undirritaður var samningur um öryggismál við hvert og eitt þeirra, þar á meðal Ísland.

„Staða Pútíns er ekki eins hagstæð og hann sjálfur heldur fram, en hann getur enn beitt óbreyttum borgurum Úkraínu bæði í þorpum og borgum hörku með vopnum sínum. Rússland er með yfirburði í lofti. Við þurfum tækifæri til að eyða ógninni sem stafar af loftförum þeirra eins og við eyddum ógninni frá flota þeirra.”

Selenskí ásamt Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundinum.
Selenskí ásamt Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundinum. AFP/Fredrik Sandberg

Vísaði Selenskí með orðum sinum til þess að Úkraínu sárlega vantar fleiri loftvarnakerfi og ekki síst orrustuflugvélar. Sagði hann nýja samninga við Norðurlöndin til þess fallna að þjóna þessum markmiðum lands síns.

„Norðurlöndin hafa skuldbundið sig til að styðja við bakið á Úkraínu. Nemur núverandi skuldbinding sex milljörðum evra. Fyrir hönd úkraínsku þjóðarinnar, takk.“

Þá fagnaði hann þess að í dag hefði tekist að frelsa 75 úkraínska ríkisborgara úr haldi rússneskra yfirvalda. „Margir eru enn í haldi í Rússlandi og vonum við að þessi þróun haldi áfram og að fleiri fái frelsi sitt aftur.”

mbl.is