Sérfræðingur í offitumeðferðum selur einbýlishús í Garðabæ

Heimili | 31. maí 2024

Sérfræðingur í offitumeðferðum selur einbýlishús í Garðabæ

Erla Gerður Sveinsdóttir læknir og Geir Borg hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Sunnuflöt á sölu. Um er að ræða 256 fé einbýli sem reist var 1968.

Sérfræðingur í offitumeðferðum selur einbýlishús í Garðabæ

Heimili | 31. maí 2024

Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir hefur sett einbýlishús sitt og eiginmannsins, …
Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir hefur sett einbýlishús sitt og eiginmannsins, Geirs Borg, á sölu. mbl.is/Ásdís

Erla Gerður Sveinsdóttir læknir og Geir Borg hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Sunnuflöt á sölu. Um er að ræða 256 fé einbýli sem reist var 1968.

Erla Gerður Sveinsdóttir læknir og Geir Borg hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Sunnuflöt á sölu. Um er að ræða 256 fé einbýli sem reist var 1968.

Erla Gerður sérhæfir sig í offitumeðferðum. Hún tel­ur að Wegovy, sem er nýtt lyf við ofþyngd og offitu, geti hjálpað mörg­um en hún sagði frá því í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum í viðtali við Ásdísi Ásgeirsdóttur. 

„Og miklu fleiri eru í ofþyngd. Við lif­um í þjóðfé­lagi sem er offitu­hvetj­andi. Við erum að rugla kerf­in okk­ar svo mikið og þetta snýst ekk­ert um kal­orí­ur inn og út; þetta er miklu flókn­ara en það. Við þurf­um að horfa á þetta sem verk­efni sam­fé­lags­ins. Stóra ógn­in núna er þessi gjör­unni mat­ur,“ seg­ir Erla og seg­ir slík­an mat hannaðan þannig að okk­ur langi alltaf í meira og meira.

„Þetta er pass­leg blanda af sykri, salti og fitu. Þá er flug­elda­sýn­ing og við för­um að inn­byrða miklu meiri orku og minna af nær­ingu,“ seg­ir Erla og seg­ir löngu tíma­bært að grípa inn í nú þegar þjóðin trón­ir í einu af topp­sæt­un­um yfir þyngstu þjóðir heims.

Hjónin festu kaup á húsinu árið 2000 en það stendur á skjólgóðum stað fyrir ofan götu. Búið er að nostra við húsið. Fyrir tveimur árum var það klætt að utan með zink-klæðningu og þak yfirfarið. Stórir gluggar prýða húsið sem hleypa mikilli birtu inn. 

Árið 2007 skiptu hjónin um innréttingu í eldhúsinu og fengu sér hvíta sprautulakkaða með gripum og dökkum borðplötum. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Sunnuflöt 23

mbl.is