Sérkennilega klædd á undanúrslitakvöldi

Poppkúltúr | 31. maí 2024

Sérkennilega klædd á undanúrslitakvöldi

Netverjar hafa margir hverjir gert stólpagrín að fatavali bresku söngkonunnar Aleshu Dixon á undanúrslitakvöldi Britain’s Got Talent sem fram fór á fimmtudagskvöldið.

Sérkennilega klædd á undanúrslitakvöldi

Poppkúltúr | 31. maí 2024

Alesha Dixon.
Alesha Dixon. Skjáskot/Instagram

Netverjar hafa margir hverjir gert stólpagrín að fatavali bresku söngkonunnar Aleshu Dixon á undanúrslitakvöldi Britain’s Got Talent sem fram fór á fimmtudagskvöldið.

Netverjar hafa margir hverjir gert stólpagrín að fatavali bresku söngkonunnar Aleshu Dixon á undanúrslitakvöldi Britain’s Got Talent sem fram fór á fimmtudagskvöldið.

Dixon, ein þeirra fjögurra sem sitja við dómaraborð hæfileikaþáttarins, steig á svið ásamt meðdómurum sínum, Simon Cowell, Amöndu Holden og Bruno Tonioli.

Söngkonan vakti sérstaka athygli viðstaddra og þeirra sem heima sátu fyrir klæðaburð sinn, en Dixon var klædd fjólubláum samfestingi og „oversized“ jakka í sama lit.

Útlit hennar var án efa innblásið af tíðaranda áttunda áratugar 20. aldarinnar enda minnir fátt meira á diskótímabilið en spandex og axlarpúðar, sem voru nokkrum númerum of stórir í jakka Dixon.

Margir líktu söngkonunni við karakterinn Tinky Winky úr barnaþættinum Stubbarnir, fjólubláa molann í Quality Street-dollunni og risaeðluna Barney.

mbl.is