Strætó hættir akstri um Hlemm

Strætó | 31. maí 2024

Strætó hættir akstri um Hlemm

Breytingar á leiðakerfi Strætó taka gildi sunnudaginn 2. júní, en þá mun Strætó hætta akstri um Hlemm vegna framkvæmda. Tímabundnar endastöðvar taka við þeirri á Hlemmi, en breytingarnar hafa áhrif á 14 akstursleiðir Strætó.

Strætó hættir akstri um Hlemm

Strætó | 31. maí 2024

Strætó hættir akstri um Hlemm.
Strætó hættir akstri um Hlemm. mbl.is/Ómar Óskarsson

Breytingar á leiðakerfi Strætó taka gildi sunnudaginn 2. júní, en þá mun Strætó hætta akstri um Hlemm vegna framkvæmda. Tímabundnar endastöðvar taka við þeirri á Hlemmi, en breytingarnar hafa áhrif á 14 akstursleiðir Strætó.

Breytingar á leiðakerfi Strætó taka gildi sunnudaginn 2. júní, en þá mun Strætó hætta akstri um Hlemm vegna framkvæmda. Tímabundnar endastöðvar taka við þeirri á Hlemmi, en breytingarnar hafa áhrif á 14 akstursleiðir Strætó.

Ný tímabundin endastöð fyrir leiðir 1, 4, 16, 17 og 18 rís við Skúlagötu. Endastöð leiða 2 og 6 verður við Háskóla Íslands og leið 3  mun hafa endastöð við Granda, þar sem leið 14 hefur nú þegar endastöð. 

Í tilkynningu Strætó kemur fram að breytt skipulag svo taki við að framkvæmdum loknum. Strætóleiðir muni fyrst um sinn nýta innviði sem ætlaðir séu Borgarlínu við Hlemm, en í áætlunum Borgarlínunnar er gert ráð fyrir því að engin akstursleið muni eiga endastöð á Hlemmi.

Jafnframt er ekki gert ráð fyrir einni miðlægri endastöð, en 4 leiðir munu þó áfram aka í gegnum Hlemm í framtíðinni. 

Hér má sjá mynd af breyttu leiðakerfi Strætó
Hér má sjá mynd af breyttu leiðakerfi Strætó
mbl.is