Eldislax strauk úr fiskeldisstöð Arctic Smolt ehf

Fiskeldi | 1. júní 2024

Eldislax strauk úr fiskeldisstöð Arctic Smolt ehf

Eldislax strauk úr fiskeldisstöð Arctic Smolt ehf. að Norður-Botni á Tálknafirði fyrir viku. Málið er til rannsóknar hjá Matvælastofnun (MAST). 

Eldislax strauk úr fiskeldisstöð Arctic Smolt ehf

Fiskeldi | 1. júní 2024

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Colourbox

Eldislax strauk úr fiskeldisstöð Arctic Smolt ehf. að Norður-Botni á Tálknafirði fyrir viku. Málið er til rannsóknar hjá Matvælastofnun (MAST). 

Eldislax strauk úr fiskeldisstöð Arctic Smolt ehf. að Norður-Botni á Tálknafirði fyrir viku. Málið er til rannsóknar hjá Matvælastofnun (MAST). 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST.

Strokið uppgötvaðist þegar viðvörunarkerfi Arctic Smolt ehf. tilkynnti að of há vatnsstaða var í tanki svo vatn flæddi uppúr og fiskur lenti á gólfi stöðvarinnar. Hluti fiskanna komst í gegnum ristar sem eru á niðurföllum á gólfi og bárust útí sjó. 

Talið er að 22.352 seiði hafi endað á gólfi fiskeldisstöðvarinnar en fyrir utan útrásina úr stöðinni fundust 104 dauð seiði. Net voru lögð í sjó en ekkert veiddist. Ekki hefur verið talið seiði í tanki eftir atburðinn.

Matvælastofnun hefur kallað eftir gögnum og upplýsingum er varða viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til rannsóknar hjá stofnuninni.

mbl.is