Fjórða barn Jolie og Pitt sækir formlega um að heita ekki Pitt

Poppkúltúr | 1. júní 2024

Fjórða barn Jolie og Pitt sækir formlega um að heita ekki Pitt

Shiloh Jolie-Pitt, leikkona og dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, fagnaði 18 ára afmæli sínu með því að sækja formlega um að heita ekki lengur eftirnafninu Pitt. Þegar nafnabreytingin verður formlega samþykkt mun hún heita einfaldlega Shiloh Jolie

Fjórða barn Jolie og Pitt sækir formlega um að heita ekki Pitt

Poppkúltúr | 1. júní 2024

Angelina Jolie og börnin hennar Maddox, Vivienne, Zahara, Shiloh og …
Angelina Jolie og börnin hennar Maddox, Vivienne, Zahara, Shiloh og Knox. AFP/Valerie Macon

Shiloh Jolie-Pitt, leikkona og dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, fagnaði 18 ára afmæli sínu með því að sækja formlega um að heita ekki lengur eftirnafninu Pitt. Þegar nafnabreytingin verður formlega samþykkt mun hún heita einfaldlega Shiloh Jolie

Shiloh Jolie-Pitt, leikkona og dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, fagnaði 18 ára afmæli sínu með því að sækja formlega um að heita ekki lengur eftirnafninu Pitt. Þegar nafnabreytingin verður formlega samþykkt mun hún heita einfaldlega Shiloh Jolie

Aðeins fáeinir dagar eru liðnir síðan yngri systir hennar Vivienne Jolie, 15 ára, gaf það skýrt fram að hún vildi ekkert gera með nafn föður síns. Vivienne, sem er meðframleiðandi Broadway-sýningarinnar The Outsiders ásamt móður sinni, harðneitaði að eftirnafnið Pitt yrði birt á leikskrám verksins en þar er hún skráð sem Vivienne Jolie.

Börn Pitt og Jolie eru sex talsins en auk Shiloh og Vivienne hafa systkynin, Zahara, 19 ára og elsti sonurinn, Madox, 22 ára, ekki notað Pitt nafnið opinberlega í langan tíma. Systkynin vilja minnka tengsl sín við föður sinn en hann er sagður hafa beitt Jolie ofbeldi þegar þau voru í hjónabandi.

Aðeins þeir Pax og Knox bera enn eftirnafn föður síns. 

Allt lítur út fyrir að Shiloh sé sú eina úr systkinahópnum sem hefur tekið málið alla leið í réttarsalinn.

Jolie og Pitt áttu í ástarsambandi í 14 ár og gift í tvö en skildu árið 2016. Síðan þá, hef­ur Pitt hægt og bít­andi misst sam­band við börn­in sem hann á með Jolie en leik­kon­an hef­ur for­ræði.

Page six

mbl.is