Ömmuráð: Sigrún Eldjárn

5 uppeldisráð | 1. júní 2024

Ömmuráð: Sigrún Eldjárn

Sigrún Eldjárn, barnabókahöfundur og myndskreytir, er mikil fjölskyldukona og nýtur þess að eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Hún á þrjú börn og fjögur ömmubörn sem hún dáir og dýrkar. 

Ömmuráð: Sigrún Eldjárn

5 uppeldisráð | 1. júní 2024

Sigrún Eldjárn gaf út barnabókina Sigrún í safninu í tilefni …
Sigrún Eldjárn gaf út barnabókina Sigrún í safninu í tilefni af sjötugsafmæli sínu. Barnabókahöfundurinn varð sjötug þann 3. maí síðastliðinn. Ljósmynd/Aðsend

Sigrún Eldjárn, barnabókahöfundur og myndskreytir, er mikil fjölskyldukona og nýtur þess að eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Hún á þrjú börn og fjögur ömmubörn sem hún dáir og dýrkar. 

Sigrún Eldjárn, barnabókahöfundur og myndskreytir, er mikil fjölskyldukona og nýtur þess að eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Hún á þrjú börn og fjögur ömmubörn sem hún dáir og dýrkar. 

Í tilefni af nýútgefinni bók Sigrúnar, sem ber titilinn Sigrún í safninu, þá fengum við ástsæla barnabókahöfundinn til að deila sín­um bestu ömmuráðum með les­end­um Fjöl­skyld­unn­ar á mbl.is.

„Ömmuráðin mín eru frekar einföld og augljós,“ segir Sigrún. 

  1. Mikilvægt er að eiga alltaf eitthvað hollt, gott og fallegt snarl. 
  2. Það þarf að eiga nóg af pappír, blýöntum, litum, skærum og lími til að búa til myndir og bækur. 
  3. Það á að hlusta á hvað þau hafa að segja, hlæja með þeim og hugga. 
  4. Það er mikilvægt að hvetja til dáða og hrósa þeim fyrir það sem vel er gert (sem er næstum því allt). 
  5. Síðast en ekki síst að fara á bókasafnið eða í bókabúð og fá lánaðar eða kaupa handa þeim bækur. Til dæmis bókina um Sigrúnu í safninu! 
Sigrún ásamt barnabörnunum.
Sigrún ásamt barnabörnunum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is