Sundabrautin þegar orðin dýr

Sundabraut | 1. júní 2024

Sundabrautin þegar orðin dýr

Kostnaður vegna Sundabrautar er orðinn 1.267 milljónir króna frá árinu 1998-2023, á verðlagi ársins 2023.

Sundabrautin þegar orðin dýr

Sundabraut | 1. júní 2024

Loftmynd af Sundabraut.
Loftmynd af Sundabraut. Ljósmynd/Vegagerðin

Kostnaður vegna Sundabrautar er orðinn 1.267 milljónir króna frá árinu 1998-2023, á verðlagi ársins 2023.

Kostnaður vegna Sundabrautar er orðinn 1.267 milljónir króna frá árinu 1998-2023, á verðlagi ársins 2023.

Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins um framreiknaðan hönnunar- og undirbúningskostnað vegna Sundabrautar.

Ekki liggur fyrir kostnaður Reykjavíkurborgar, Faxaflóahafna eða annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu.

Styttir leiðina um níu kílómetra

Undirbúningur Sundabrautar á sér langa sögu. Hugmyndin var fyrst sett fram árið 1975 í tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur 1975-1995. Það verður því hálf öld á næsta ári frá því að hugmyndin fæddist og aldarfjórðungur frá því að farið var að verja umtalsverðu fé í verkefnið. Sundabraut mun stytta leiðina frá Reykjavík til Kjalarness um 9 km. Lengd brautarinnar verður nálægt 10 km.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag. 

mbl.is