BBQ-hamborgari með grilluðum ananas

Uppskriftir | 2. júní 2024

BBQ-hamborgari með grilluðum ananas

Í tilefni þess að það stefnir í kosningagrillpartí víða um land um helgina og sumarið er komið deilir Ólöf Ólafsdóttir, landsliðskokkur og konditor, betur þekkt sem eftirréttadrottningin, með lesendum Morgunblaðsins uppskriftinni að sínum uppáhaldshamborgara.

BBQ-hamborgari með grilluðum ananas

Uppskriftir | 2. júní 2024

Guðdómlegur BBQ-hamborgari með grilluðum ananas og heimagerðri BBQ-sósu er uppáhaldshamborgarinn …
Guðdómlegur BBQ-hamborgari með grilluðum ananas og heimagerðri BBQ-sósu er uppáhaldshamborgarinn hennar Ólafar. Borgarann ber hún fram með alvöru frönskum og mísó-majónesi. mbl.is/Eyþór Árnason

Í til­efni þess að það stefn­ir í kosn­inga­grillpartí víða um land um helg­ina og sum­arið er komið deil­ir Ólöf Ólafs­dótt­ir, landsliðskokk­ur og konditor, bet­ur þekkt sem eft­ir­rétta­drottn­ing­in, með les­end­um Morg­un­blaðsins upp­skrift­inni að sín­um upp­á­halds­ham­borg­ara.

Í til­efni þess að það stefn­ir í kosn­inga­grillpartí víða um land um helg­ina og sum­arið er komið deil­ir Ólöf Ólafs­dótt­ir, landsliðskokk­ur og konditor, bet­ur þekkt sem eft­ir­rétta­drottn­ing­in, með les­end­um Morg­un­blaðsins upp­skrift­inni að sín­um upp­á­halds­ham­borg­ara.

Ólöf ætti að vera orðin lands­mönn­um vel kunn fyr­ir þátt­töku sína í ís­lenska kokka­landsliðinu en landsliðið vann til bronsverðlauna á Ólymp­íu­leik­un­um í mat­reiðslu sem haldn­ir voru í Stutt­g­art í fe­brú­ar síðastliðnum. Ólöf gaf einnig út bók­ina Ómót­stæðileg­ir eft­ir­rétt­ir fyr­ir jól­in þar sem hún deil­ir með les­end­um upp­á­halds­upp­skrift­um að eft­ir­rétt­um, góðum ráðum fyr­ir bakst­ur og öðrum fróðleiks­mol­um.

Eftirréttadrottningin Ólöf Ólafsdóttir landsliðskokkur og konditor veit fátt skemmtilegra en …
Eft­ir­rétta­drottn­ing­in Ólöf Ólafs­dótt­ir landsliðskokk­ur og konditor veit fátt skemmti­legra en að grilla í góðra vina hópi á sumr­in. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Sum­arið er tím­inn

Ólöf veit fátt skemmti­legra en að borða ljúf­feng­an mat í góðum fé­lags­skap. „Sum­arið er tím­inn til að borða góðan mat og það er ekk­ert jafn sum­ar­legt eins og að grilla úti með góðum vin­um. Þessi BBQ-ham­borg­ari er í miklu upp­á­haldi hjá mér en það sem ger­ir hann svona sum­ar­leg­an er grillaði an­anasinn með heima­gerðu BBQ-sós­unni. Þenn­an inn­blást­ur fékk ég eft­ir að fara í grill hjá mjög góðum vini og fékk ég að deila guðdóm­legu BBQ-sós­unni hans sem er sú allra besta,“ seg­ir Ólöf. „Síðan geri ég mín­ar eig­in al­vöru fransk­ar kart­öfl­ur og ber þær fram með mísó-maj­ónesi sem er guðdóm­lega gott.“

BBQ-ham­borg­ari með an­an­as

Fyr­ir 4

  • 480 g nauta­hakk
  • 1 stk. egg
  • 250 g brauðrasp­ur
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu hrá­efn­inu vel sam­an og skiptið í hakk­blönd­unni í fjór­ar jafn­ar kúl­ur.
  2. Vigtið og miðið við að hver kúla sé um 125 g að þyngd sem er pass­leg stærð fyr­ir ham­borg­ara. Mótið borg­ara með hönd­un­um eða með ham­borg­ara­pressu ef þið eigið hana til.
  3. Grillið ham­borg­ar­ana á vel heitu grilli og þegar þeir eru nán­ast til­bún­ir setjið þá tvær sneiðar af ost­in­um Tindi á hvern borg­ara.
  4. Hitið brauðið á grill­inu, best að setja stutta stund á grillið og svo á grind ef hún er til staðar.

Meðlæti á ham­borg­ar­ana

  • 4 stk. ham­borg­ara­brauð að eig­in vali
  • 8 sneiðar Tind­ur
  • grillaður an­an­as
  • (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • heima­gerð BBQ-sósa a la Óli Pet. (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • sal­at að eig­in vali ef vill

Grillaður an­an­as

  • 1 stk. fersk­ur an­an­as

Aðferð:

  1. Skerið an­anasinn í ½ cm sneiðar og grillið.

Heima­gerð BBQ-sósa a la Óli Pet.

  • 1 stk. lauk­ur
  • 2 stk. hvít­lauk­ur
  • 4 g cayenn­ep­ip­ar
  • 5 g fenn­el­fræ
  • 5 g kórí­and­erfræ
  • 4 g svart­ur pip­ar, heill
  • 13 g salt
  • 125 g epla­djús
  • 125 g epla­e­dik
  • 125 g sætt sinn­ep
  • 125 g púður­syk­ur
  • 125 g apríkó­sum­ar­melaði
  • 300 g tóm­atsósa

Aðferð:

  1. Setjið lauk, hvít­lauk, cayenn­ep­ip­ar, fenn­el­fræ, kórí­and­erfræ, svart­an heilpip­ar og salt sam­an í pott og steikið við væg­an hita.
  2. Svitið eins og sagt er á kokka­máli.
  3. Bætið síðan epla­djúsi og epla­e­diki sam­an við og sjóðið niður.
  4. Bætið loks rest­inni við; sinn­epi, púður­sykri, apríkó­sum­ar­melaði og tóm­atsósu, og sjóðið niður í þykka sósu.

Sam­setn­ing

  1. Þegar búið er að grilla ham­borg­ar­ana, hita brauðið aðeins á grill­inu, grilla an­anasinn og gera BBQ-sós­una er lag að setja borg­ar­ann sam­an.
  2. Hver og einn get­ur auðvitað leikið sér með sam­setn­ing­una en best er að setja smá sósu á botn­brauðið ásamt sal­ati að eig­in vali, síðan ham­borg­ar­ann og grillaða an­anasinn.
  3. Síðan er gott að setja meiri BBQ-sósu ofan á an­anasinn og loka ham­borg­ar­an­um með brauðlok­inu.
  4. Berið BBQ-ham­borg­ar­ann fram með al­vöru heima­gerðum frönsk­um ásamt mísó-maj­ónesi og njótið vel.

Al­vöru fransk­ar

  • 2 stk. stór­ar bök­un­ar­kart­öfl­ur
  • ólífu­olía eft­ir smekk
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Skerið tvær stór­ar bök­un­ar­kart­öfl­ur í báta, dressið þær í ólífu­olíu og salti og pip­ar.
  3. Leggið bök­un­ar­papp­ír á ofn­plötu og setjið kart­öflu­bát­ana á.
  4. Setjið inn í ofn og bakið í 15-20 mín­út­ur eða þar til þær eru orðnar gull­in­brún­ar.

Mísó-maj­ónes

  • 100 g jap­anskt majó
  • 1 tsk. ljóst mísó

Aðferð:

  1. Setjið sam­an í skál og hrærið vel sam­an.
mbl.is