Murdoch giftist í fimmta sinn

Brúðkaup | 2. júní 2024

Murdoch giftist í fimmta sinn

Fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch gekk í hjónaband í fimmta sinn við hátíðlega athöfn á víngarði sínum í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær.

Murdoch giftist í fimmta sinn

Brúðkaup | 2. júní 2024

Rupert Murdoch á leið í teiti árið 2015.
Rupert Murdoch á leið í teiti árið 2015. AFP/Adrian Sanchez-Gonzales

Fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch gekk í hjónaband í fimmta sinn við hátíðlega athöfn á víngarði sínum í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær.

Fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch gekk í hjónaband í fimmta sinn við hátíðlega athöfn á víngarði sínum í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær.

Murdoch er 93 ára en nýja eiginkona hans Elena Tsjúkóva er 67 ára, eða 26 árum yngri.

Tsjúkóva er líffræðingur en er komin á eftirlaun. Hún var áður gift rússneska milljarðamæringnum Alexander Tsjúkov.

Hætti störfum í fyrra

Murdoch er heiðursstjórnarformaður (e. chairman emeritus) fjölmiðlafyrirtækisins News Corporation sem á meðal annars Fox News, Wall Street Journal, Sun og the Times.

Hann lét af störfum sem stjórnarformaður Fox og News Corp á síðasta ári en sonur hans Lachlan tók við stöðunum.

mbl.is