ABBA sameinuð í afhendingu riddaramerkis

Poppkúltúr | 3. júní 2024

ABBA sameinuð í afhendingu riddaramerkis

Allir fjórir meðlimir heimsfrægu hljómsveitarinnar ABBA, þau Björn Ulvaeus, Anni-Frid Lyngstad, Agnetha Fältskog og Benny Andersson hafa fengið eitt virtasta riddaramerki Svíþjóðar, Royal Order of Vasa, en 50 ár eru liðin síðan heiðursmerkið var síðast afhent.

ABBA sameinuð í afhendingu riddaramerkis

Poppkúltúr | 3. júní 2024

ABBA er ein vinsælasta hljómsveit allra tíma.
ABBA er ein vinsælasta hljómsveit allra tíma. AFP

Allir fjórir meðlimir heimsfrægu hljómsveitarinnar ABBA, þau Björn Ulvaeus, Anni-Frid Lyngstad, Agnetha Fältskog og Benny Andersson hafa fengið eitt virtasta riddaramerki Svíþjóðar, Royal Order of Vasa, en 50 ár eru liðin síðan heiðursmerkið var síðast afhent.

Allir fjórir meðlimir heimsfrægu hljómsveitarinnar ABBA, þau Björn Ulvaeus, Anni-Frid Lyngstad, Agnetha Fältskog og Benny Andersson hafa fengið eitt virtasta riddaramerki Svíþjóðar, Royal Order of Vasa, en 50 ár eru liðin síðan heiðursmerkið var síðast afhent.

Karl Gústaf Svíakonungur heiðraði hljómsveitina fyrir menningarleg áhrif þeirra en sveitin fékk sænska popptónlist til að blómstra út um allan heim. 

Meðlimir hljómsveitarinnar sameinuðust við afhendingu riddaramerkisins á föstudag. 

Tóku aftur upp hefðina

Sænska konungsfjölskyldan hætti að heiðra almenna borgara árið 1975 en þingið samþykkti að taka aftur upp hefðina árið 2022. 

Hafa ekki sungið saman í yfir 40 ár

ABBA er ein ástsælasta popphljómsveit allra tíma þrátt fyrir að hafa ekki komið fram síðan á bresku tónlistarsenunni The LateLate Breakfast Show á BBC árið 1982. Vinsældirnar hafa aðeins aukist eftir að myndirnar Mamma Mia! og Mamma Mia Hera We Go Again komu út sem hafa heillað ungu kynslóðirnar upp úr skónum. 

View this post on Instagram

A post shared by ABBA (@abba)

People

The Guardian

mbl.is