„Ég reyni alltaf að gera mitt besta“

Útskriftir | 3. júní 2024

„Ég reyni alltaf að gera mitt besta“

Tveir nemendur sem brautskráðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á laugardaginn voru með jafn háa einkunn og urðu báðir dúxar. Birna Sól Guðmunds­dótt­ir var annar þeirra en hún útskrifaðist af myndlistarsviði listnámsbrautar með 9,4 í meðaleinkunn.

„Ég reyni alltaf að gera mitt besta“

Útskriftir | 3. júní 2024

Birna Sól Guðmundsdóttir og Herdís Heiða Jing Guðjohnsen voru með …
Birna Sól Guðmundsdóttir og Herdís Heiða Jing Guðjohnsen voru með jafn háa einkunn og urðu báðar dúxar. Ljósmynd/Aðsend

Tveir nemendur sem brautskráðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á laugardaginn voru með jafn háa einkunn og urðu báðir dúxar. Birna Sól Guðmunds­dótt­ir var annar þeirra en hún útskrifaðist af myndlistarsviði listnámsbrautar með 9,4 í meðaleinkunn.

Tveir nemendur sem brautskráðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á laugardaginn voru með jafn háa einkunn og urðu báðir dúxar. Birna Sól Guðmunds­dótt­ir var annar þeirra en hún útskrifaðist af myndlistarsviði listnámsbrautar með 9,4 í meðaleinkunn.

Birna fékk sömuleiðis verðlaun frá Sögufélagi Íslands fyrir góðan árangur í sögu, viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í myndlist og íþróttum og fyrir góða skólasókn. Jafnframt fékk hún menntaverðlaun Háskóla Íslands.

Gerir sitt besta

Birna segist ekki hafa gert „neitt sérstakt“ til að ná þessum góða árangri. Hún segist einfaldlega hafa unnið öll verkefni og skilað þeim á réttum tíma.

„Ég reyni alltaf að gera mitt besta og vona að það skili sér,“ segir Birna.

Birna Sól er á leið í listnám til Bretlands, hún …
Birna Sól er á leið í listnám til Bretlands, hún hlaut 9,4 í lokaeinkunn. Ljósmynd/Aðsend

Á leið í listnám í Bretlandi

Meðfram skóla hefur Birna gegnt stöðu formanns hinseginfélags FG og sinnt hlutastarfi í verslun. Hún hefur líka mikinn áhuga á teikningu, teiknar á hverjum degi og er á leiðinni í háskólanám í faginu.

Birna hefur fengið inngöngu í Leeds Art University í Bretlandi þar sem hún mun stunda nám í teiknimyndasögugerð.

Hún hefur farið í teikniáfanga í FG og segir það hafa verið góðan undirbúning: „Því meira sem þú teiknar því betri verðurðu.“

mbl.is