Fjölmennasta brautskráning frá upphafi

Útskriftir | 3. júní 2024

Fjölmennasta brautskráning frá upphafi

Fjölmennasta brautskráning í sögu Fjölbrautaskólans í Garðabæ átti sér stað um helgina. Tveir nemendur voru með nákvæmlega jafn háa einkunn og deildu dúxtitilinum.

Fjölmennasta brautskráning frá upphafi

Útskriftir | 3. júní 2024

144 nemendur útskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ um helgina.
144 nemendur útskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Fjölmennasta brautskráning í sögu Fjölbrautaskólans í Garðabæ átti sér stað um helgina. Tveir nemendur voru með nákvæmlega jafn háa einkunn og deildu dúxtitilinum.

Fjölmennasta brautskráning í sögu Fjölbrautaskólans í Garðabæ átti sér stað um helgina. Tveir nemendur voru með nákvæmlega jafn háa einkunn og deildu dúxtitilinum.

Í tilkynningu frá FG kemur fram að 144 hafi útskrifast frá skólanum á laugardaginn en aldrei hafa útskriftarefnin verið fleiri. Flestir nemendur luku námi af listnámsbrautum skólans en þeir voru 35 talsins.

Herdís Heiða Jing Guðjohnsen og Birna Sól Guðmundsdóttir, dúxar skólans, …
Herdís Heiða Jing Guðjohnsen og Birna Sól Guðmundsdóttir, dúxar skólans, ásamt Kristni Þorsteinssyni skólameistara. Ljósmynd/Aðsend

Tveir nemendur urðu dúxar með nákvæmlega sömu einkunn, 9.4. Það voru þær Birna Sól Guðmundsdóttir sem útskrifaðist af myndlistarsviði listnámsbrautar og Herdís Heiða Jing Guðjohnsen sem lauk námi á tæknisviði náttúrufræðibrautar.

Þremur starfsmönnum sem láta af störfum í skólanum var veitt gullmerki skólans, kennurunum Sigurkarli Magnússyni og Þórunni Bergþóru Jónsdóttir og stuðningsfulltrúanum Þórdísi Gísladóttur.

mbl.is