Fjölmennasta brautskráning í sögu Fjölbrautaskólans í Garðabæ átti sér stað um helgina. Tveir nemendur voru með nákvæmlega jafn háa einkunn og deildu dúxtitilinum.
Fjölmennasta brautskráning í sögu Fjölbrautaskólans í Garðabæ átti sér stað um helgina. Tveir nemendur voru með nákvæmlega jafn háa einkunn og deildu dúxtitilinum.
Fjölmennasta brautskráning í sögu Fjölbrautaskólans í Garðabæ átti sér stað um helgina. Tveir nemendur voru með nákvæmlega jafn háa einkunn og deildu dúxtitilinum.
Í tilkynningu frá FG kemur fram að 144 hafi útskrifast frá skólanum á laugardaginn en aldrei hafa útskriftarefnin verið fleiri. Flestir nemendur luku námi af listnámsbrautum skólans en þeir voru 35 talsins.
Tveir nemendur urðu dúxar með nákvæmlega sömu einkunn, 9.4. Það voru þær Birna Sól Guðmundsdóttir sem útskrifaðist af myndlistarsviði listnámsbrautar og Herdís Heiða Jing Guðjohnsen sem lauk námi á tæknisviði náttúrufræðibrautar.
Þremur starfsmönnum sem láta af störfum í skólanum var veitt gullmerki skólans, kennurunum Sigurkarli Magnússyni og Þórunni Bergþóru Jónsdóttir og stuðningsfulltrúanum Þórdísi Gísladóttur.