„Gengur ekki að borgin stuðli að sérstöðu eins fyrirtækis“

Borgarlínan | 3. júní 2024

„Gengur ekki að borgin stuðli að sérstöðu eins fyrirtækis“

Þórdís Lóa, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir í samtali við mbl.is að hún fagni bréfi Félags atvinnurekenda (FA) og segir að borgin eigi að hvetja til frjálsrar samkeppni.

„Gengur ekki að borgin stuðli að sérstöðu eins fyrirtækis“

Borgarlínan | 3. júní 2024

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. mbl.is/Óttar

Þórdís Lóa, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir í samtali við mbl.is að hún fagni bréfi Félags atvinnurekenda (FA) og segir að borgin eigi að hvetja til frjálsrar samkeppni.

Þórdís Lóa, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir í samtali við mbl.is að hún fagni bréfi Félags atvinnurekenda (FA) og segir að borgin eigi að hvetja til frjálsrar samkeppni.

Nýlega birti mbl.is frétt þar sem FA segist telja að samningur borgarinnar við Kynnisferðir komi fyrirtækinu í samkeppnishamlandi stöðu.

Þórdís tekur undir gagnrýni FA og segir að það gangi ekki að borgin stuðli að sérstöðu eins fyrirtækis umfram önnur og hamli þannig virkri samkeppni í fólksflutningum.

Kynnisferðir fylgdu kaupum Reykjavíkurborgar á BSÍ-reitnum

Í bréfi FA er vitnað til áforma borgarinnar sem birtust þegar Reykjavíkurborg eignaðist Umferðarmiðstöðina árið 2012. Þá stóð til að aðrir þjónustuaðilar en Kynnisferðir hefðu aðgang að húsinu svo það gæti orðið „öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur“.

Þórdís Lóa birti færslu á Facebook þar sem hún fer yfir núverandi stöðu á U-reitnum svokallaða.

Stöðuna sem nú er uppi er meðal annars að rekja til þess að þegar Reykjavíkurborg keypti BSÍ-reitinn af Vegagerðinni árið 2012 fylgdi einkaleyfi Kynnisferða með í kaupunum og reyndist erfitt að ráðast í áform borgarinnar um að gera U-reitinn að almennri umferðarmiðstöð fyrir hópferðir og almenningssamgöngur.

Árið 2018 var stefnt að því að gera BSÍ-reitinn að meginskiptistöð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu fyrir borgarlínu, ferðaþjónustu og flugsamgöngur.  

Beðið eftir hvort Miklabraut verði í stokk eða göngum

Samgöngusáttmáli Reykjavíkurborgar var undirritaður árið 2019 og átti í kjölfarið að ráðast í hugmyndasamkeppni um umferðarmiðstöðina á BSÍ.

Vegagerðin er enn með það til skoðunar hvort Miklabrautin verði í stokk eða göngum og er ekki hægt að taka ákvörðun um framtíð BSÍ-reitsins fyrr en það er orðið ljóst, vegna þess að það hefur áhrif á skipulagssvæðið við BSÍ-reitinn.

„Hugmyndasamkeppnin fyrir það [BSÍ-reitinn] hefur beðið þar til við vitum hvort Miklabraut verði í stokk eða göngum,“ segir Þórdís í samtali við mbl.is.

mbl.is