Hadid-systurnar styrktu hjálparstarf á Gaza

Ísrael/Palestína | 3. júní 2024

Hadid-systurnar styrktu hjálparstarf á Gaza

Ofurfyrirsæturnar og systurnar Gigi og Bella Hadid tóku höndum saman á dögunum og gáfu eina milljón bandaríkjadala til stuðnings við hjálparstarf á Gaza-ströndinni.

Hadid-systurnar styrktu hjálparstarf á Gaza

Ísrael/Palestína | 3. júní 2024

Gigi og Bella Hadid.
Gigi og Bella Hadid. Ljósmynd/AFP

Ofurfyrirsæturnar og systurnar Gigi og Bella Hadid tóku höndum saman á dögunum og gáfu eina milljón bandaríkjadala til stuðnings við hjálparstarf á Gaza-ströndinni.

Ofurfyrirsæturnar og systurnar Gigi og Bella Hadid tóku höndum saman á dögunum og gáfu eina milljón bandaríkjadala til stuðnings við hjálparstarf á Gaza-ströndinni.

Talsmaður Hadid-systranna sagði peningana eyrnamerkta fjórum mannúðarsamtökum sem unnið hafa ómetanlegt starf á svæðinu og einbeitt sér að málum barna og fjölskyldna sem hafa orðið fyrir barðinu á stríðinu á Gaza, en tæplega átta mánuðir eru liðnir frá árás Hamas-samtakanna á Ísrael.

Systurnar, sem eiga palestínskan föður, hafa lýst yfir stuðningi við viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu og hafa óspart reynt að vekja athygli á aðstæðum sem ríkja á svæðinu, bæði í eigin persónu og á samfélagsmiðlum.

Bella birti meðal annars myndir af sér á ströndinni í Cannes á dögunum. Á myndunum sést hún klædd í rauðan keffiyeh-kjól. 

View this post on Instagram

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)

mbl.is