Hvert er best að ferðast í júlí?

Borgarferðir | 3. júní 2024

Hvert er best að ferðast í júlí?

Júlímánuður er mikill ferðamánuður meðal Íslendinga og margir komnir með einhver skemmtileg plön fyrir sumarfríið. Ef þú átt hins vegar eftir að skipuleggja ferðalag erlendis í júlí þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur!

Hvert er best að ferðast í júlí?

Borgarferðir | 3. júní 2024

Átt þú eftir að bóka ferð erlendis í júlí?
Átt þú eftir að bóka ferð erlendis í júlí? Samsett mynd

Júlímánuður er mikill ferðamánuður meðal Íslendinga og margir komnir með einhver skemmtileg plön fyrir sumarfríið. Ef þú átt hins vegar eftir að skipuleggja ferðalag erlendis í júlí þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur!

Júlímánuður er mikill ferðamánuður meðal Íslendinga og margir komnir með einhver skemmtileg plön fyrir sumarfríið. Ef þú átt hins vegar eftir að skipuleggja ferðalag erlendis í júlí þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur!

Á dögunum tóku ferðasérfræðingar Condé Nast Traveller saman lista yfir bestu áfangastaðina í júlí. Á listanum má finna ótal spennandi áfangastaða víðs vegar um heiminn og því ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi. 

Seychelles

Hvítar strendur, kristaltær sjórinn og fjölbreytt dýralíf á Seychelles-eyjum í Indlandshafi hafa heillað ófáa ferðamenn í gegnum tíðina, enda einn af eftirsóttustu áfangastöðum í heimi. Eyjarnar eru fullkominn áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa suðræna og seiðandi stemningu í góðu hitastigi, en meðalhitinn í júlí er 26°C.

Seychelles-eyjar búa yfir suðrænum og seiðandi töfrum.
Seychelles-eyjar búa yfir suðrænum og seiðandi töfrum. Ljósmynd/Unsplash/Datingscout

Provence

Þeir sem vilja upplifa franskt ævintýri ættu að heimsækja Provence í Frakklandi. Þar finnur þú töfrandi vínekrur og heillandi sjávarbæi, en í júlí eru hinir frægu lavender-akrar í fullum blóma og því ómissandi að heimsækja þá. Í júlímánuði er milt og gott veður í Provence og meðalhitinn um 24°C, en hitinn getur þó farið upp í 30°C á heitustu dögunum.

Það er ómissandi að heimsækja lavender-akrana í júlí.
Það er ómissandi að heimsækja lavender-akrana í júlí. Ljósmynd/Unsplash/Getty Images

Naxos

Ef þú vilt upplifa afslappaða stemningu og alvöru gríska fegurð í júlímánuði skaltu íhuga eyjuna Naxos. Eyjan hefur upp á margt að bjóða fyrir fólk á öllum aldri, en hvað sem þú ákveður að gera þá mun sjónarspilið gleðja augað. Í júlí er meðalhitinn á eyjunni um 26°C.

Naxos býr yfir mikilli fegurð.
Naxos býr yfir mikilli fegurð. Ljósmynd/Unsplash/Stefanos Nt

Sardinía

Sardinía er næststærsta eyja Miðjarðarhafs og tilheyrir Ítalíu, en það er töfrum líkast að heimsækja hana í júlí þar sem sólin skín í ellefu klukkustundir á dag. Þeim sem vilja forðast mannfjöldann er bent á að fara til La Maddalena, sem býður upp á rólegra andrúmsloft og guðdómlegar strendur. Í júlí er meðalhiti á Sardiníu í kringum 24°C.

Hvítar strendur og tær sjórinn einkenna eyjuna sem tilheyrir Ítalíu.
Hvítar strendur og tær sjórinn einkenna eyjuna sem tilheyrir Ítalíu. Ljósmynd/Unsplash/Ivan Ragozin

Stokkhólmur

Ef þú vilt upplifa sumartöfra Skandinavíu í blóma þá er Stokkhólmur í Svíþjóð hinn fullkomni áfangastaður, en þar er milt hitastig í júlímánuði og hægt að synda í sjónum, ganga um borgina og njóta matarsenunnar til hins ýtrasta. Í Svíþjóð er meðalhitinn í júlí í kringum 18°C.

Það er alltaf gaman að heimsækja Stokkhólm!
Það er alltaf gaman að heimsækja Stokkhólm! Ljósmynd/Unsplash/Nikola Johnny Mirkovic
mbl.is