Leó Snæfeld hættir á toppnum

Drykkir | 3. júní 2024

Leó Snæfeld hættir á toppnum

Campari Red Hands-keppnin fór fram á þriðjudaginn var þar sem bestu barþjónar landsins tóku þátt. Petersen-svítan var máluð rauð þennan dag og barþjónar gerðu kokteila undir áhrifum hins alræmda Negroni.

Leó Snæfeld hættir á toppnum

Drykkir | 3. júní 2024

Leó Snæfeld barþjónn vann keppnina Campari Red Hands sem haldin …
Leó Snæfeld barþjónn vann keppnina Campari Red Hands sem haldin var í síðustu viku. Samsett mynd

Campari Red Hands-keppnin fór fram á þriðjudaginn var þar sem bestu barþjónar landsins tóku þátt. Petersen-svítan var máluð rauð þennan dag og barþjónar gerðu kokteila undir áhrifum hins alræmda Negroni.

Campari Red Hands-keppnin fór fram á þriðjudaginn var þar sem bestu barþjónar landsins tóku þátt. Petersen-svítan var máluð rauð þennan dag og barþjónar gerðu kokteila undir áhrifum hins alræmda Negroni.

Yfirbarþjónn á leynibarnum Ömmu Don

Sigurvegarinn var Leó Snæfeld sem hefur verið yfirbarþjónn á leynibarnum Ömmu Don síðustu ár og gert meistarakokteila á Michelin-staðnum Óx. Ótrúlegt en satt að þá er þetta fyrsta keppnin sem hann vinnur en Leó stendur á tímamótum þessa dagana og sannarlega hættir á toppnum. Leó keppir við færustu barþjóna Norður-Evrópu í Campari Red Hands keppninni í lok október í Lundúnum og vann 1000 evrur í sigurfé. Keppnin var hörð og tveir barþjónar vermdu annað sætið, David Hood sem nú er tekin við stjórnartaumum á Ömmu Don og Hrafnkell Ingi Gissurarson eða Keli frá Skál.

Leó Snæfeld hefur verið yfirbarþjónn á Michelin-stjörnu leynibarnum Ömmu Don …
Leó Snæfeld hefur verið yfirbarþjónn á Michelin-stjörnu leynibarnum Ömmu Don á veitingastaðnum ÓX. Ljósmynd/Lilja Björk Jónsdóttir

Tveir frá Campari ásamt Sævari Helga og Fannari Loga

Dómarar keppninnar voru tveir frá Campari að utan, þeir Keivan Nemati og Chris Dennis ásamt Sævari Helga frá Tipsý og Fannari Loga frá Ölgerðinni en þeir héldu einnig námskeið fyrir barþjóna daginn eftir. Kynnar keppninnar voru Sóley sem sér um Campari á Íslandi og Ívan Svanur, eigandi Kokteilaskólans og Rvk Cocktails, og mun keppnin næst fara fram árið 2026.

Hér er Leó í góðum félagsskap með barþjónunum sem hlutu …
Hér er Leó í góðum félagsskap með barþjónunum sem hlutu annað sætið, David Hood, sem nú er tekin við stjórnartaumum á Ömmu Don, og Hrafnkell Ingi Gissurarson, eða Keli frá Skál, ásamt dómnefndinni. Ljósmynd/Lilja Björk Jónasdóttir
Kynnar keppninnar voru Ivan Svanur, eigandi Kokteilaskólans og Rvk Cocktails, …
Kynnar keppninnar voru Ivan Svanur, eigandi Kokteilaskólans og Rvk Cocktails, og Sóley sem sér um Campari á Íslandi fyrir Ölgerðina. Ljósmynd/Lilja Björk Jónsdóttir



mbl.is