„Rétt niðurstaða og eftir væntingum“

Kynferðisbrot | 3. júní 2024

„Rétt niðurstaða og eftir væntingum“

„Ég tel að þetta hafi verið rétt niðurstaða og eftir væntingum umbjóðanda míns,“ segir Elimar Hauksson, lögmaður Kolbeins Sigþórssonar, sem var sýknaður um kynferðisofbeldi í garð barns í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 

„Rétt niðurstaða og eftir væntingum“

Kynferðisbrot | 3. júní 2024

Elimar Hauksson lögmaður Kolbeins Sigþórssonar.
Elimar Hauksson lögmaður Kolbeins Sigþórssonar. mbl.is/Eyþór

„Ég tel að þetta hafi verið rétt niðurstaða og eftir væntingum umbjóðanda míns,“ segir Elimar Hauksson, lögmaður Kolbeins Sigþórssonar, sem var sýknaður um kynferðisofbeldi í garð barns í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 

„Ég tel að þetta hafi verið rétt niðurstaða og eftir væntingum umbjóðanda míns,“ segir Elimar Hauksson, lögmaður Kolbeins Sigþórssonar, sem var sýknaður um kynferðisofbeldi í garð barns í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 

Dómurinn var fjölskipaður líkt og gjarnan er þegar meta á trúverðugleika aðila máls. Þrír dómarar stóðu að niðurstöðunni. 

Héraðssaksóknari ákærði í málinu og nú fer það á herðar ríkissaksóknara að ákveða hvort ástæða sé til þess að áfrýja málinu.

Elimar segir að eftir yfirferð dómsins telji hann ólíklegt að honum verði áfrýjað en bendir um leið á það að endanlegt mat á því sé í höndum ríkissaksóknara.

Um var að ræða lokað þinghald og því geta aðilar máls lítið sem ekkert tjáð sig um innihald dómsins. 

Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is