Stela íslenskri hönnun

Hönnun | 3. júní 2024

Stela íslenskri hönnun

Danir eru með böggum hildar vegna þess að eftirlíkingar af Lego streyma nú frá Kína á gjafverði frá kínverska netverslunarrisanum Temu og sama gildir um danska hönnunarvöru.

Stela íslenskri hönnun

Hönnun | 3. júní 2024

Stolin hönnun hjá Temu.
Stolin hönnun hjá Temu.

Danir eru með böggum hildar vegna þess að eftirlíkingar af Lego streyma nú frá Kína á gjafverði frá kínverska netverslunarrisanum Temu og sama gildir um danska hönnunarvöru.

Danir eru með böggum hildar vegna þess að eftirlíkingar af Lego streyma nú frá Kína á gjafverði frá kínverska netverslunarrisanum Temu og sama gildir um danska hönnunarvöru.

Við Íslendingar erum ekki undanskildir því flækjupúðar Ragnheiðar Aspar Sigurðardóttur eru skrumskældir og seldir á síðunni á gjafverði. Púðarnir kosta 21.900 krónur í vefverslun Epals en kínverska útgáfan hjá Temu kostar rúmar 2.500 krónur.

Fyrirtækið auglýsir grimmt á samfélagsmiðlum og virðist uppskera því sendingum frá Kína hingað til lands hefur fjölgað hratt. Versluninni hefur verið lýst sem „Amazon á sterum“ en þar er hreint ótrúlegt úrval af vörum. Verðið er í sumum tilfellum aðeins brot af því sem vörurnar kosta í hefðbundnum verslunum. Fríverslunarsamningur er í gildi milli Íslands og Kína og því þarf ekki að greiða toll af umræddum vörum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is