7 draumaáfangastaðir fyrir kylfinga

Heilsuferðir | 4. júní 2024

7 draumaáfangastaðir fyrir kylfinga

Fjölmargir ætla að leggja land undir fót og skella sér í golfferð erlendis í sumar. Það er vinsælt meðal Íslendinga að skella sér til Spánar í golfferð, en það eru hins vegar ótal spennandi áfangastaðir víðs vegar í heiminum sem bjóða upp á töfrandi upplifun fyrir kylfinga. 

7 draumaáfangastaðir fyrir kylfinga

Heilsuferðir | 4. júní 2024

Á listanum eru draumaáfangastaðir kylfingsins!
Á listanum eru draumaáfangastaðir kylfingsins! Samsett mynd

Fjölmargir ætla að leggja land undir fót og skella sér í golfferð erlendis í sumar. Það er vinsælt meðal Íslendinga að skella sér til Spánar í golfferð, en það eru hins vegar ótal spennandi áfangastaðir víðs vegar í heiminum sem bjóða upp á töfrandi upplifun fyrir kylfinga. 

Fjölmargir ætla að leggja land undir fót og skella sér í golfferð erlendis í sumar. Það er vinsælt meðal Íslendinga að skella sér til Spánar í golfferð, en það eru hins vegar ótal spennandi áfangastaðir víðs vegar í heiminum sem bjóða upp á töfrandi upplifun fyrir kylfinga. 

Á dögunum tók Forbes saman lista yfir sjö draumaáfangastaði fyrir kylfinga, allt frá sögufrægum strandbæ í Skotlandi yfir í töfrandi golfvöll við sjóinn í Mexíkó. 

Skotland

Skoski strandbærinn St. Andrews er þekktur sem fæðingarstaður golfsins og því ekki skrýtið að það sé efst á laupalista (e. bucket list) margra kylfinga að spila þar. Það er nóg af golfvöllum að velja úr enda finnur þú hvergi jafn marga golfvelli miðað við fólksfjölda og í Skotlandi.

Golfvöllurinn við hið fagra Rusacks St. Andrews er vinsæll meðal …
Golfvöllurinn við hið fagra Rusacks St. Andrews er vinsæll meðal kylfinga. Ljósmynd/Marineandlawn.com

Írland

Á Írlandi eru yfir 400 golfklúbbar og á ári hverju fara meira en 240 þúsund kylfingar í pílagrímsferð þangað til að leika á brautunum. Þó svo flestir vellirnir séu opnir allan ársins hring þá er besti tíminn fyrir golfferð til Írlands frá apríl til október. Yfir hásumarið er bjart til klukkan 22 og því hægt að spila aðeins lengur fram eftir.

Adare Manor er eftirsóttur dvalarstaður kylfinga í Limerick-sýslu.
Adare Manor er eftirsóttur dvalarstaður kylfinga í Limerick-sýslu. Ljósmynd/Adaremanor.com

Fídjí

Fídjí laðar að sér fjölda ferðamanna ár hvert, en eyjan er vinsæl fyrir brúðkaupsferðir, sólarlandaferðir og köfunarferðir. Hins vegar er Fídjí líka paradís fyrir kylfinga með tugi valla á víð og dreif um eyjuna innan um falleg pálmatré. Viti Levu er aðaleyjan fyrir kylfinga.

Denarau Golf & Racquet Club býður kylfingum upp á magnað …
Denarau Golf & Racquet Club býður kylfingum upp á magnað útsýni. Ljósmynd/Denaraugolfracquet.com

Nýja Sjáland

Nýja Sjáland er hinn fullkomni áfangastaður fyrir kylfinga sem vilja vera umkringdir einstakri náttúrufegurð. Á Nýja Sjálandi eru yfir 400 golfvellir með fjölbreyttu landslagi og þykir landið að mati margra fegursti áfangastaðurinn fyrir kylfinga. Frá október og fram í apríl er háannatími kylfinga á Nýja Sjálandi.

Te Arai Links býður upp á tvo golfvelli meðfram strandlengjunni.
Te Arai Links býður upp á tvo golfvelli meðfram strandlengjunni. Ljósmynd/Thearai.com

Mexíkó

Los Cabos og Baja-skaginn hafa lengi þótt með bestu golfáfangastöðum heims, ekki síst vegna fjölbreytileika landslagsins og suðrænu stemninguna. Í Mexíkó eru yfir 200 golfvellir en íþróttin hefur vaxið mikið síðustu ár.

Villa del Palmar á Loreto-eyjum við Danzante-flóa býður upp á …
Villa del Palmar á Loreto-eyjum við Danzante-flóa býður upp á golfvöll með stórbrotnu útsýni. Ljósmynd/Villadelpalmarloreto.com

Víetnam

Víetnam er annar áfangastaður þar sem golfið er í miklum uppvexti, en um þessar mundir eru nokkrir af bestu golfarkitektum heims að hanna velli þar í fjöllunum, frumskógum og meðfram strandlengjunni.

Hoiana Shoes Golf Club er vinsæll meðal kylfinga.
Hoiana Shoes Golf Club er vinsæll meðal kylfinga. Ljósmynd/Hoiana.com

Máritíus 

Máritíus er þekkt fyrir töfrandi strendur og gróskumikið landslag, en eyjan á sér hins vegar áhugaverða sögu þegar kemur að golfi. Talið er að Máritíus hafi verið þriðja landið í heiminum sem kynntist íþróttinni og Gymkhana golfklúbburinn er fjórði sveitaklúbburinn í heiminum þar sem golf var spilað.

Anahita Golf Club er staðsettur á fallegum stað þar sem …
Anahita Golf Club er staðsettur á fallegum stað þar sem áður var sykurplantekra. Skjáskot/Instagram
mbl.is