Félag Quang Lé gjaldþrota

Félag Quang Lé gjaldþrota

Vietnam Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, eða Davíðs Viðarssonar, hefur verið úrskurðað gjaldþrota.

Félag Quang Lé gjaldþrota

Matvælalager í Sóltúni 20 | 4. júní 2024

Quang Le eða Davíð Viðarsson er meðal annars eigandi Kastali …
Quang Le eða Davíð Viðarsson er meðal annars eigandi Kastali guesthouse í miðbæ Reykjavíkur. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson

Vietnam Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, eða Davíðs Viðarssonar, hefur verið úrskurðað gjaldþrota.

Vietnam Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, eða Davíðs Viðarssonar, hefur verið úrskurðað gjaldþrota.

Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Davíð er meðal annars skráður sem eigandi fyrirtækjanna Vietnam Market ehf., Vietnam Cuisine ehf. og Vietnam Restaurant. Hann er til rannsóknar hjá lögreglu grunaður um mansalsbrot. 

Þá er félagið NQ fasteignir, einnig í eigu Davíðs. Eignarhlutur Davíðs í Herkastalanum er undir því félagi og því óvíst hvað verður um húsið.

Þar rak Davíð gistiheimilið Kastali guesthouse en það hefur verið lokað frá því rannsókn á málinu hófst.

Gjaldþrot Vietnam market kemur í kjölfar þess að lögregla frysti bankareikninga og kyrrsetti aðra fjármuni í tengslum við rannsókn á fyrirtækjum sem tengd eru Davíð.

mbl.is