Ung kona skvetti mjólkurhristingi yfir Nigel Farage nú síðdegis í bænum Clacton-on-Sea á Englandi er hann yfirgaf veitingastað Wetherspoons-keðjunnar.
Ung kona skvetti mjólkurhristingi yfir Nigel Farage nú síðdegis í bænum Clacton-on-Sea á Englandi er hann yfirgaf veitingastað Wetherspoons-keðjunnar.
Ung kona skvetti mjólkurhristingi yfir Nigel Farage nú síðdegis í bænum Clacton-on-Sea á Englandi er hann yfirgaf veitingastað Wetherspoons-keðjunnar.
Breska dagblaðið Telegraph greinir frá.
Farage tilkynnti endurkomu sína í bresk stjórnmál í byrjun þessarar viku þar sem hann tekur við af Richard Tice sem formaður hægri flokksins Reform UK.
Flokkurinn var stofnaður árið 2018 og beitti sér fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Hann er nú staddur í bænum að hefja kosningabaráttuna en hann gefur kost á sér í þingsæti Clacton.
„Hann er ekki fulltrúi minn, hann stendur ekki fyrir neitt sem ég eða fólkið hér trúir á,“ segir konan með mjólkurhristinginn í samtali við BBC en hún gaf einungis upp nafnið Victoria.
Hún segist ekki hafa ákveðið fyrir fram að skvetta yfir Farage, henni hafa bara liðið þannig í augnablikinu.
Þetta er ekki fyrsti mjólkurhristingurinn sem Farage fær yfir sig í kosningabaráttu.
Árið 2019 fékk hann einn slíkan yfir sig í Newcastle þegar kosningabarátta fyrir Evrópuþingskosningarnar stóð yfir.
Paul Crowther var þar að verki og var seinna meir ákærður fyrir líkamsárás og skemmdarverk.