Segir VG ætla að styðja útlendingafrumvarpið

Útlendingafrumvarp 2024 | 4. júní 2024

Segir VG ætla að styðja útlendingafrumvarpið

Vinstri græn munu styðja nýtt útlendingafrumvarp, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður flokksins. Hann býst einnig við því að frumvarp um stofnun mannréttindastofnunar verði samþykkt áður en þingmenn fara í sumarfrí.

Segir VG ætla að styðja útlendingafrumvarpið

Útlendingafrumvarp 2024 | 4. júní 2024

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. mbl.is/Eyþór

Vinstri græn munu styðja nýtt útlendingafrumvarp, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður flokksins. Hann býst einnig við því að frumvarp um stofnun mannréttindastofnunar verði samþykkt áður en þingmenn fara í sumarfrí.

Vinstri græn munu styðja nýtt útlendingafrumvarp, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður flokksins. Hann býst einnig við því að frumvarp um stofnun mannréttindastofnunar verði samþykkt áður en þingmenn fara í sumarfrí.

Útlend­inga­frum­varp Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur dóms­málaráðherra var af­greitt úr allsherj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is í dag. Brugðist var við at­huga­semd­um frá umboðsmanni barna en annars voru eng­ar breyt­ing­ar á frum­varp­inu gerðar.

„Já, við munum styðja útlendingafrumvarpið,“ svarar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, aðspurður að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Afgreitt fyrir þinglok

„Það eru mörg mikilvæg mál í þinginu núna og mikilvægt að við náum að klára ýmis framfaramál. Þar er ég ekki síst að vísa meðal annars til stórra umbóta á örorkulífeyriskerfinu. Mig langar líka þá að nefna mannréttindastofnun,“ segir Guðmundur Ingi enn fremur.

Ísland er eitt af fimm Evrópuríkjum sem ekki hafa sjálfstæða mannréttindastofnun, að sögn Guðmundar. „Það gengur ekki í mínum huga. Við verðum að klára það mál og ég sé ekki betur en að það eigi að takast í vor.“

Lagði ríka áherslu á að klára verkið

Katrín­ Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, lagði fram frumvarp fyrir nokkrum mánuðum um stofnun mannréttindastofnunar. En málið hafði lengi setið á hakanum í stjórnskip­un­ar- og eftir­lits­nefnd og hefur það tekið langan tíma að taka það til efnislegrar umræðu. Það gerðist þó loksins í maí.

Væntirðu einhverra frekari tíðinda í þessum efnum núna frekar en áður?

„Já. Það er frekari tíðinda að vænta enda hef ég lagt ríka áherslu á það að við klárum þetta í vor.“

mbl.is