Borgin tekur 15 milljarða lán

Borgin tekur 15 milljarða lán

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að borgin fái að láni 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins (CEB), en upphæðin nemur um 15 milljörðum íslenskra króna.

Borgin tekur 15 milljarða lán

Fjárhagsörðugleikar Reykjavíkurborgar | 5. júní 2024

Mynd úr safni af fundi borgarstjórnar.
Mynd úr safni af fundi borgarstjórnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að borgin fái að láni 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins (CEB), en upphæðin nemur um 15 milljörðum íslenskra króna.

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að borgin fái að láni 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins (CEB), en upphæðin nemur um 15 milljörðum íslenskra króna.

Borgarstjórn samþykkti þetta á aukafundi sem lauk fyrir skömmu. Tilgangur lánsins er að fjármagna viðhaldsátak í skólahúsnæði borgarinnar.

Lánið er tekið í ljósi áætlunar sem upprunalega var lögð fram í borgarráði 4. nóvember 2021, að því er segir í greinagerð Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Fjárhæðin nemur um 50% af þeirri áætlun sem lá fyrir við upphaf verkefnisins.

„Reykjavíkurborg hóf umfangsmikið viðhaldsátak í skólahúsnæði borgarinnar á árinu 2022 en gert er ráð fyrir að það muni ná yfir næstu fimm ár samkvæmt fjárhagsáætlun til ársins 2028,“ segir i greinargerð borgarstjóra.

Gengisáhætta vegna lánsins

Einar segir einnig að á síðustu árum hafi borgin að mestu fjármagnað fjárfestingar með útgáfu skuldabréfa á innlendum markaði. „[E]n unnið hefur verið að því að fjölga valkostum í fjármögnun og yrði fjármögnun frá CEB liður í því.“

CEB lánar eingöngu í evrum en að sögn Einars liggur fyrir áhættumat fjármála- og áhættustýringarsviðs vegna gengisáhættu.

mbl.is