„Ég fer eiginlega aldrei út að borða“

Innlend veitingahús | 5. júní 2024

„Ég fer eiginlega aldrei út að borða“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist skilja áhyggjur veitingamanna af stöðu greinarinnar. Þó segir hann að háir vextir séu ekki það eina sem bíti helst veitingahús, þar séu aðrir þættir sem spili líka stórt hlutverk. 

„Ég fer eiginlega aldrei út að borða“

Innlend veitingahús | 5. júní 2024

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. mbl.is/Eyþór

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist skilja áhyggjur veitingamanna af stöðu greinarinnar. Þó segir hann að háir vextir séu ekki það eina sem bíti helst veitingahús, þar séu aðrir þættir sem spili líka stórt hlutverk. 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist skilja áhyggjur veitingamanna af stöðu greinarinnar. Þó segir hann að háir vextir séu ekki það eina sem bíti helst veitingahús, þar séu aðrir þættir sem spili líka stórt hlutverk. 

Þetta sagði hann í samtali við mbl.is að loknum kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. 

Mbl.is greindi frá því í gær að veitingamenn hefðu þungar áhyggjur af stöðu greinarinnar og að veitingahús yrðu gjaldþrota nánast í hverri viku.

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, rekur ástæðuna meðal annars til hás vaxtastigs í landinu. 

Bitnar fyrst á veitingastöðum

Ásgeir segir að aðalvandinn við að reka veitingahús á Íslandi sé hve há greiðslubyrði sé vegna yfirvinnu og vaktaálags og það sé óhentugt fyrir veitingamenn. 

„En auðvitað um leið og velta ferðamanna byrjar að ganga niður þá er það veitingageirinn sem verður fyrst fyrir barðinu á því.“

Heldurðu að veitingastaðir á Íslandi séu of margir?

„Já, ég skal ekki segja til um það, ég fer eiginlega aldrei út að borða sjálfur og fylgist ekki mikið með þessu.“

Þá ítrekar hann að það komi sér ekki á óvart að veitingamenn finni fyrir þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi. Þar sem veitingamenn eru oftast þeir sem finni fyrir hægari umsvifum í efnahagslífinu, það komi fram um leið og íslensk heimili fari að halda aftur af sér. 

Þurfa þeir þá bara að bíða eftir að vextir lækki?

„Ég held að það sé fleira sem þeir þurfi að gera en að bíða eftir að vextir lækki. Ég held að veitingageirinn sé ekki eins næmur fyrir vöxtum og margir aðrir geirar. Það sem skiptir miklu máli er hversu marga kúnna þeir fá. “

mbl.is