„Ekki ólétt“

Poppkúltúr | 5. júní 2024

„Ekki ólétt“

Söng- og leikkonan Stefani Joanne Angelina Germanotta, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nafni sínu Lady Gaga, er ekki ólétt.

„Ekki ólétt“

Poppkúltúr | 5. júní 2024

Lady Gaga er ekki ólétt.
Lady Gaga er ekki ólétt. AFP

Söng- og leik­kon­an Stef­ani Jo­anne Ang­el­ina Ger­ma­notta, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nafni sínu Lady Gaga, er ekki ólétt.

Söng- og leik­kon­an Stef­ani Jo­anne Ang­el­ina Ger­ma­notta, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nafni sínu Lady Gaga, er ekki ólétt.

Síðastliðin föstu­dag héldu nettröll því fram að það glitti í óléttu­kúlu hjá stór­stjörn­unni en hún mætti klædd stutt­um svört­um kjól í mat­ar­boð, en til­efnið var brúðkaup yngri syst­ur henn­ar, söng­kon­unn­ar Na­tali Ger­ma­notta. 

Brúðkaupið var haldið í smá­bæn­um York í Maine-ríki Banda­ríkj­anna, en Gaga var brúðarmær og stóð við hlið syst­ur sinn­ar í at­höfn­inni. Veislu­gest­ir voru sann­fræðir um að hún væri með óléttu­kúlu.

„Grát­andi í rækt­inni“

„Ekki ólétt,“ skrifaði Gaga í TikT­ok-mynd­bandi af sér í lík­ams­rækt í gær.

„Bara á botn­in­um, grát­andi í rækt­inni,“ bætti hún við, en um er að ræða til­vitn­un í texta lags­ins Down Bad á plötu tón­list­ar­kon­unn­ar Tayl­or SwiftTort­ur­ed Poets Depart­ment, sem kom út í apríl. 

Í mynd­band­inu skrifaði Gaga text­ann á svart­an stutterma­bol og brosti síðan breitt í mynda­vél­ina. Hún læt­ur ekk­ert ræna sig ham­ingj­unni. 

Page six

mbl.is