„Ekki ólétt“

Poppkúltúr | 5. júní 2024

„Ekki ólétt“

Söng- og leikkonan Stefani Joanne Angelina Germanotta, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nafni sínu Lady Gaga, er ekki ólétt.

„Ekki ólétt“

Poppkúltúr | 5. júní 2024

Lady Gaga er ekki ólétt.
Lady Gaga er ekki ólétt. AFP

Söng- og leikkonan Stefani Joanne Angelina Germanotta, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nafni sínu Lady Gaga, er ekki ólétt.

Söng- og leikkonan Stefani Joanne Angelina Germanotta, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nafni sínu Lady Gaga, er ekki ólétt.

Síðastliðin föstudag héldu nettröll því fram að það glitti í óléttukúlu hjá stórstjörnunni en hún mætti klædd stuttum svörtum kjól í matarboð, en tilefnið var brúðkaup yngri systur hennar, söngkonunnar Natali Germanotta. 

Brúðkaupið var haldið í smábænum York í Maine-ríki Bandaríkjanna, en Gaga var brúðarmær og stóð við hlið systur sinnar í athöfninni. Veislugestir voru sannfræðir um að hún væri með óléttukúlu.

„Grátandi í ræktinni“

„Ekki ólétt,“ skrifaði Gaga í TikTok-myndbandi af sér í líkamsrækt í gær.

„Bara á botninum, grátandi í ræktinni,“ bætti hún við, en um er að ræða tilvitnun í texta lagsins Down Bad á plötu tónlistarkonunnar Taylor SwiftTortured Poets Department, sem kom út í apríl. 

Í myndbandinu skrifaði Gaga textann á svartan stuttermabol og brosti síðan breitt í myndavélina. Hún lætur ekkert ræna sig hamingjunni. 

Page six

mbl.is