Færeyjaheimsókn Danakóngs í uppnámi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. júní 2024

Færeyjaheimsókn Danakóngs í uppnámi

Friðrik Danakonungur og Mary drottning þurfa að fresta opinberri heimsókn til Færeyja í næstu viku. Ástæðan eru verkföll í Færeyjum sem staðið hafa yfir síðan í maí. 

Færeyjaheimsókn Danakóngs í uppnámi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. júní 2024

Friðrik tíundi Danakonungur og Mary drottning fara ekki til Færeyja …
Friðrik tíundi Danakonungur og Mary drottning fara ekki til Færeyja í næstu viku. AFP/Jonathan Nackstrand

Friðrik Danakonungur og Mary drottning þurfa að fresta opinberri heimsókn til Færeyja í næstu viku. Ástæðan eru verkföll í Færeyjum sem staðið hafa yfir síðan í maí. 

Friðrik Danakonungur og Mary drottning þurfa að fresta opinberri heimsókn til Færeyja í næstu viku. Ástæðan eru verkföll í Færeyjum sem staðið hafa yfir síðan í maí. 

Greint er frá ákvörðuninni á vef dönsku konunghallarinnar en þar segir að konungshjónin hafi fullan skilning á ákvörðun Ak­sel V. Johann­esen, lögmanns Færeyja. Þau hlakka jafnframt til að heimsækja Færeyjar seinna. 

Konungshjónin áttu að heimsækja bæði Færeyjar og Grænland í sumar. Átti lögmaður Færeyja, Ak­sel V. Johann­esen, að taka á móti hjónunum og verja með þeim þremur dögum. Áttu þau að fara víða um færeysku eyjarnar og kynnast mat og náttúru eyjanna auk þess að heilsa upp á fólk á öllum aldri. 

mbl.is