Frískandi pólskt hversdagssalat

Uppskriftir | 5. júní 2024

Frískandi pólskt hversdagssalat

Gam­aldags­súr­kál er of­ur­fæða og inni­held­ur mikið af góðgerl­um ef það er unnið lif­andi og óger­il­sneytt. Það er frá­bært meðlæti með flest öll­um mat, gott eitt og sér og í dag er hægt að fá nokkr­ar teg­und­ir af sæl­kerasúr­káli sem gleður bragðlauk­ana.

Frískandi pólskt hversdagssalat

Uppskriftir | 5. júní 2024

Súrkálsdrottningin Dagný Hermannsdóttir býður upp á pólskt hversdagssalat sem er …
Súrkálsdrottningin Dagný Hermannsdóttir býður upp á pólskt hversdagssalat sem er einstaklega frískandi og létt. Samsett mynd/Eyþór Árnason

Gam­aldags­súr­kál er of­ur­fæða og inni­held­ur mikið af góðgerl­um ef það er unnið lif­andi og óger­il­sneytt. Það er frá­bært meðlæti með flest öll­um mat, gott eitt og sér og í dag er hægt að fá nokkr­ar teg­und­ir af sæl­kerasúr­káli sem gleður bragðlauk­ana.

Gam­aldags­súr­kál er of­ur­fæða og inni­held­ur mikið af góðgerl­um ef það er unnið lif­andi og óger­il­sneytt. Það er frá­bært meðlæti með flest öll­um mat, gott eitt og sér og í dag er hægt að fá nokkr­ar teg­und­ir af sæl­kerasúr­káli sem gleður bragðlauk­ana.

Næstu miðvikudaga í sumar munum við deila með lesendum uppskriftum úr smiðju súrkálsdrottningarinnar, Dagnýjar Hermannsdóttur, en hún svipti hulunni af fyrstu uppskriftinni í síðustu viku sem var kimchi salat með nokkrum tilbrigðum. Nú er það pólskt hversdagssalat sem Dagný hefur mikið dálæti af.

„Þetta er ótrúlega frískandi og gott salat og passar með nánast hverju sem er. Það er um að gera að leika sér með hlutföllin. Þetta salat geymist í nokkrar daga í kæli,“ segir Dagný með bros á vör.

Ferskt og gott pólskt salat þar sem súrkálið gefur tóninn.
Ferskt og gott pólskt salat þar sem súrkálið gefur tóninn. mbl.is/Eyþór Árnason

Pólskt hversdagssalat

  • ½ - 1 lítil krukka Klassískt súrkál með kúmeni (125-250 g)
  • 1 gulrót (100 g)
  • 1-2 epli (150 g)
  • 1-2 msk. bragðmild olía

Aðferð:

  1. Byrjið á því að rífa niður gulrót og epli með rifjárni og setjið saman í skál.
  2. Blandið síðan saman við súrkáli og ólíu.
  3. Berið fram með því sem hugurinn girnist.
mbl.is