Kom opinberlega út úr skápnum sem samkynhneigð

Poppkúltúr | 5. júní 2024

Kom opinberlega út úr skápnum sem samkynhneigð

Leikkonan Jessica Gunning, best þekkt fyrir hlutverk sitt í bresku þáttaröðinni Baby Reindeer, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um kynhneigð sína á þriðjudag.

Kom opinberlega út úr skápnum sem samkynhneigð

Poppkúltúr | 5. júní 2024

Jessica Gunning.
Jessica Gunning. LEON BENNETT

Leikkonan Jessica Gunning, best þekkt fyrir hlutverk sitt í bresku þáttaröðinni Baby Reindeer, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um kynhneigð sína á þriðjudag.

Leikkonan Jessica Gunning, best þekkt fyrir hlutverk sitt í bresku þáttaröðinni Baby Reindeer, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um kynhneigð sína á þriðjudag.

Gunning, 38 ára, greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum Reign With Josh Smith og sagði meðal annars frá því þegar hún kom fyrst út úr skápnum.

„Ég kom út úr skápnum í nóvember 2022. Það var stórt, mjög stórt skref,“ útskýrði Gunning sem sagðist hafa fundið sitt sanna sjálf um leið og hún viðurkenndi fyrir sjálfri sér að hún væri samkynhneigð. 

„Djúpt í undirmeðvitundinni skynjaði ég þetta en það tók mig 36 ár að átta mig fullkomlega á þessu. Þegar það gerðist fann ég fyrir miklum friði.“

Gunning, sem skaust upp á stjörnuhimininn með látum fyrr á þessu ári, hlaut mikið lof fyrir leik sinn í Baby Reindeer

mbl.is