Pitt sagður niðurbrotinn maður

Poppkúltúr | 5. júní 2024

Pitt sagður niðurbrotinn maður

Bandaríski leikarinn Brad Pitt er sagður niðurbrotinn maður eftir að fréttir bárust af því að Shiloh Jolie-Pitt, næstelsta dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, hefði formlega sótt um að heita ekki lengur eftirnafni föður síns. 

Pitt sagður niðurbrotinn maður

Poppkúltúr | 5. júní 2024

Brad Pitt.
Brad Pitt. Ljósmynd/AFP

Bandaríski leikarinn Brad Pitt er sagður niðurbrotinn maður eftir að fréttir bárust af því að Shiloh Jolie-Pitt, næstelsta dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, hefði formlega sótt um að heita ekki lengur eftirnafni föður síns. 

Bandaríski leikarinn Brad Pitt er sagður niðurbrotinn maður eftir að fréttir bárust af því að Shiloh Jolie-Pitt, næstelsta dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, hefði formlega sótt um að heita ekki lengur eftirnafni föður síns. 

„Hann er meðvitaður um þetta og í miklu uppnámi vegna nafnbreytingarinnar. Hann hefur aldrei upplifað jafn mikla gleði og daginn sem að dóttir hans kom í heiminn,“ sagði heimildarmaður við tímaritið People á mánudag.

„Hann er gjörsamlega miður sín yfir því að hafa misst tengsl við börnin sín. Hann elskar þau og saknar þeirra mjög mikið.“

Börn Jolie og Pitt eru sex talsins. Auk Shiloh þá hafa þrjú af fimm systkinum hennar hætt að kenna sig við föður sinn. Maddox Chivan, elsta barnið í systkinahópnum, var fyrstur til að losa sig við eftirnafn föður síns og hafa systur hans gert slíkt hið sama á undanförnum vikum og mánuðum. 

Systkinin eru öll sögð vilja minnka tengsl sín við Pitt en leikarinn er sagður hafa beitt Jolie of­beldi þegar þau voru í hjóna­bandi. 

Synir Jolie og Pitt, Pax og Knox, bera enn eft­ir­nafn föður síns. 

mbl.is