Segja vaxtastuðning í skötulíki

Vextir á Íslandi | 5. júní 2024

Segja vaxtastuðning í skötulíki

Vaxtastuðningur ríkisstjórnarinnar er í skötulíki, að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Segja vaxtastuðning í skötulíki

Vextir á Íslandi | 5. júní 2024

„Hann er í fyrsta lagi varla upp í nös á …
„Hann er í fyrsta lagi varla upp í nös á ketti,” segir í tilkynningunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Vaxtastuðningur ríkisstjórnarinnar er í skötulíki, að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Vaxtastuðningur ríkisstjórnarinnar er í skötulíki, að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna.

„Hann er í fyrsta lagi varla upp í nös á ketti í samanburði við þann gríðarlega vaxtakostnað sem hefur verið lagður á skuldug heimili landsins og í öðru lagi er honum ráðstafað beint til lánveitenda sem greiðsla inn á höfuðstól fasteignalána,” segir í tilkynningu frá samtökunum.

Fram kemur að samtökin hafi í umsögn sinni um málið gagnrýnt að upphæðin greiðist sjálfkrafa inn á höfuðstól húsnæðislána sem lækki greiðslubyrði þeirra mjög lítið.

Sem dæmi myndu mánaðarlegar greiðslur af dæmigerðu 50 milljóna króna óverðtryggðu láni aðeins lækka um á bilinu 1.300 til 2.300 krónur með þessu.

„Þetta er dropi í hafið og mun ekki bjarga miklu fyrir heimili sem glíma við greiðslubyrði sem hefur hækkað um hundrað sinnum hærri upphæðir á mánuði. Stjórnvöld ættu miklu frekar að einbeita sér að því að lækka vaxtagjöld heimilanna en að færa almannafé aftur til skattgreiðenda með svona sjónhverfingum og kalla það “stuðning”,” segir í tilkynningunni.

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Fram kemur einnig að með því að velja það að ráðstafa þessum stuðningi inn á afborganir láns í stað þess að greiða hann inn á höfuðstól, sé hægt að létta greiðslubyrði næstu mánaða.

„Einstaklingar geta mest fengið 150.000 krónur og hjón 250.000. Sé þessum upphæðum skipt niður á afborganir frá 1. september og út árið myndu afborganir einstaklinga lækka um 37.500 á mánuði og hjóna um 62.50 krónur á mánuði. Sennilega munar flest heimili um það,” segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig:

„Með glórulausum vaxtahækkunum sínum hefur Seðlabankinn flutt fé heimilanna yfir til lánveitenda á meðan ríkisstjórnir undanfarinna mánaða hafa staðið aðgerðarlausar hjá.”

mbl.is