Telur mikilvægt að stéttarfélög séu á sömu línu

Kjaraviðræður | 5. júní 2024

Telur mikilvægt að stéttarfélög séu á sömu línu

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að eitt helsta vandamál kjarasamninga á Íslandi sé að sérfélög vilji aðra samninga en þeir grunnsamningar sem lagt er með í upphafi. Hann telur því mikilvægt að stéttarfélög haldi sér á svipuðum slóðum við gerð kjarasamninga. 

Telur mikilvægt að stéttarfélög séu á sömu línu

Kjaraviðræður | 5. júní 2024

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Eyþór Árnason

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að eitt helsta vandamál kjarasamninga á Íslandi sé að sérfélög vilji aðra samninga en þeir grunnsamningar sem lagt er með í upphafi. Hann telur því mikilvægt að stéttarfélög haldi sér á svipuðum slóðum við gerð kjarasamninga. 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að eitt helsta vandamál kjarasamninga á Íslandi sé að sérfélög vilji aðra samninga en þeir grunnsamningar sem lagt er með í upphafi. Hann telur því mikilvægt að stéttarfélög haldi sér á svipuðum slóðum við gerð kjarasamninga. 

Efling vísaði nýlega kjaradeilum sínum við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. Ástæða þess sé vegna viðbragða Reykjavíkurborgar við „málefnalegum, vel rökstuddum og vel málfluttum kröfum“ Eflingar hafi verið með þeim hætti að ekki stæði annað til boða en að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

Aðspurður hvernig hann sjái kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar segir að:

„Það voru gerðir ákveðnir kjarasamningar sem áttu að vera fordæmisgefandi fyrir aðra og öll þessi félög, meðal annars Eflingu, þau hljóta að vera meðvituð um það fordæmi sem hann gefur, þannig ég á ekki von á öðru en að þau haldi sig við sömu línu.“

mbl.is