Þekktur rappari skotinn til bana

Óöld í Svíþjóð | 5. júní 2024

Þekktur rappari skotinn til bana

Sænski rapparinn C. Gambino var myrtur í skotárás í Gautaborg í gærkvöldi. Árásin er talin tengjast gengjastríði í borginni.

Þekktur rappari skotinn til bana

Óöld í Svíþjóð | 5. júní 2024

Sænska lögreglan hefur hafið morðrannsókn.
Sænska lögreglan hefur hafið morðrannsókn. AFP

Sænski rapparinn C. Gambino var myrtur í skotárás í Gautaborg í gærkvöldi. Árásin er talin tengjast gengjastríði í borginni.

Sænski rapparinn C. Gambino var myrtur í skotárás í Gautaborg í gærkvöldi. Árásin er talin tengjast gengjastríði í borginni.

Mbl.is greindi frá árásinni í morgun en síðan hefur sænska lögreglan staðfest að hinn látni er rapparinn C. Gambino en raunverulegt nafn hans er Karar Ramadan. Tónlist C. Gambino er vinsæl í Svíþjóð en hann var útnefndur rappari ársins þar í landi í síðasta mánuði.

Tengt inn í gengjaátök

Sænska lögreglan hefur sett af stað morðrannsókn en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. 

Morðið tengist gengjaátökum segir talskona sænsku lögreglunnar og bætir við að rapparinn hafi verið góðkunningi lögreglunnar. 

Einn sá besti

Síðasta lagi C. Gambino, Sista Gang, sem kom út á föstudaginn hefur verið streymt 700 þúsund sinnum á streymisveitunni Spotify en alla jafna hlusta um milljón manns á lög rapparans á mánuði.

„Hann var einn sá besti í sænsku hiphop-senunni,“ segir sænski rappsérfræðingurinn Peter Hallen og bætir við að fráfall hans sé „þungt högg fyrir rappsenuna í Gautaborg og Svíþjóð allri“.

„Það sem er sérstaklega sorglegt er að nýverið hefur hann fært sig frá því að fjalla bara um myrkt glæpadót yfir í að fjalla um sambönd og tilfinningar,“ segir Hallen.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rappari lætur lífið í tengslum við gengjaofbeldi í Svíþjóð en árið 2021 var rapparinn Einar skotinn til bana í gengjaátökum í höfuðborginni Stokkhólmi.

mbl.is