Þessa bananabombu verður þú að smakka

Uppskriftir | 5. júní 2024

Þessa bananabombu verður þú að smakka

Ef þú elskar banana þá er þetta rétta bomban fyrir þig. Það er fátt betra en að byrja daginn á bragðgóðum og orkuríkum graut. Þegar mig langar í góða bananabombu þá verður þessi oft fyrir valinu, þó svo að mig langi stundum frekar í bananasplit enda er ég mikill sælkeri. Þetta er klassískur og einstaklega ljúfur grautur og það má gera hann að sínum. Ég bæti stundum bananasneiðum ofan á grautinn og skreyti að vild.

Þessa bananabombu verður þú að smakka

Uppskriftir | 5. júní 2024

Bragðgóð og ljúf bananabomba sem gerir daginn betri.
Bragðgóð og ljúf bananabomba sem gerir daginn betri. Ljósmynd/Unsplash

Ef þú elskar banana þá er þetta rétta bomban fyrir þig. Það er fátt betra en að byrja daginn á bragðgóðum og orkuríkum graut. Þegar mig langar í góða bananabombu þá verður þessi oft fyrir valinu, þó svo að mig langi stundum frekar í bananasplit enda er ég mikill sælkeri. Þetta er klassískur og einstaklega ljúfur grautur og það má gera hann að sínum. Ég bæti stundum bananasneiðum ofan á grautinn og skreyti að vild.

Ef þú elskar banana þá er þetta rétta bomban fyrir þig. Það er fátt betra en að byrja daginn á bragðgóðum og orkuríkum graut. Þegar mig langar í góða bananabombu þá verður þessi oft fyrir valinu, þó svo að mig langi stundum frekar í bananasplit enda er ég mikill sælkeri. Þetta er klassískur og einstaklega ljúfur grautur og það má gera hann að sínum. Ég bæti stundum bananasneiðum ofan á grautinn og skreyti að vild.

Bananabomba

Fyrir 1

  • 1 ½ dl haframjöl
  • 1 dl vatn
  • ½ dl mjólk
  • 1 msk. chiafræ
  • 1 banani, stappaður
  • 80% súkkulaðidropar frá Kaju
  • Kanill eftir smekk ef vill, má sleppa

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja haframjöl, vatn og mjólk í pott.
  2. Bætið chiafræjum saman við og látið suðuna koma upp.
  3. Bætið þá við stöppuðum banana og hrærið í grautnum.
  4. Hellið grautnum í skál og skellið súkkulaðidropum út á eftir smekk og smá kanil ef vill.
mbl.is