Nóttin: Sigurður Viðarsson trítaði sig

Hverjir voru hvar | 6. júní 2024

Nóttin: Sigurður Viðarsson trítaði sig

Það er búið að vera lágskýjað hjá Nóttinni. Það er smá brekka hjá pabba en Nóttin hefði náttúrlega getað séð það fyrir þegar hann dustaði rykið af flagaranum í flugvél á heimleið frá Barselóna. 

Nóttin: Sigurður Viðarsson trítaði sig

Hverjir voru hvar | 6. júní 2024

Samsett mynd

Það er búið að vera lágskýjað hjá Nóttinni. Það er smá brekka hjá pabba en Nóttin hefði náttúrlega getað séð það fyrir þegar hann dustaði rykið af flagaranum í flugvél á heimleið frá Barselóna. 

Það er búið að vera lágskýjað hjá Nóttinni. Það er smá brekka hjá pabba en Nóttin hefði náttúrlega getað séð það fyrir þegar hann dustaði rykið af flagaranum í flugvél á heimleið frá Barselóna. 

Nóttin hefði kannski átt að grípa í taumana og reyna að stoppa ruglið af en barn getur víst ekki alið foreldri sitt upp. Hefur einhver einhvern tímann getað kennt gömlum hundi að sitja? Innanhússtílistinn, kærastan hans pabba, eða meira svona fyrrverandi kærastan er flutt út úr höllinni í Akrahverfinu. Hún tók þerapíu-plakötin með hvatningarorðunum, Búdda-stytturnar, kringlóttu hillurnar úr Rúmfó með sér. Það bergmálar lítillega heima hjá pabba akkúrat núna því hann hefur ekki gefið sér tíma til þess að sækja gömlu húsgögnin sín í geymslu. Það fyrsta sem innanhússstílistinn gerði á sínum tíma var að henda gömlu Casa húsgögnunum út úr Akrahverfishöllinni. Allt húsgögn sem mamma og pabbi höfðu keypt þegar þau voru uppar sem drukku vodka í kók áður en þau fóru í Þórscafé. 

Annars er Nóttin ekki alveg að átta sig á því hvað er í vatninu þarna í Akrahverfinu. Það virðist vera að bresta á með stórflótta þar sem menn yfirgefa börn og konur og flytja á hverfisbarinn Kjarval. Nema náttúrlega pabbi því hann átti höllina skuldlaust áður en hann blindaðist af ást sem nú virðist vera slokknuð. 

Þegar pabbi bauð Nóttinni með sér á oddaleik Vals og Grindavíkur lét hún til leiðast. Hann veifaði courtside miðum fyrir tvo. Nóttin var svo fegin að hann bauð henni - ekki gömlu sólbrúnu Broadway-drottningu háloftanna. Pabbi sagði að allir yrðu þarna og það reyndist rétt. 

Höllin var stútfull og þar flaut mjöðurinn eins og enginn þyrfti að vakna aftur. Sumir, nefni engin nöfn, voru með ferðatösku af bjór. Nóttin hefur aldrei séð annað eins á íþróttaleik. Big sexy og Kristín Pé, voru auðvitað á hliðarlínunni og skammt undan voru Gylfi Sig og Óli Thors. Gummi Kíró var auðvitað mættur og var klæddur eins og sá sem veit ekkert um íþróttina en allt um klæðaburð. 

Gylfi Sig, Gummi Kíró og Kristín Pé.
Gylfi Sig, Gummi Kíró og Kristín Pé.

Nóttin hafði smá áhyggjur af Kristofer Acox þegar hann meiddist strax í upphafi leiks og hélt að þá myndi þetta vera minna skemmtilegra en reyndin varð önnur. Baldur Helgason myndlistarmaður var að sjálfsögðu á vellinum og líka Jón Arnór Stefánsson fyrrverandi körfuboltastjarna og núverandi starfsmaður Fossa, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Þóra Margrét Baldvinsdóttir innanhússráðgjafi, Björn Steinbekk, Ásmundur Einar Daðason ráðherra og Björn Steinar eigandi Saltverk. Hörður Björgvin, Adam Ægir og Aron Jó létu sig heldur ekki vanta.

Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir.
Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóttin skemmti sér svo vel í sigurvímu þeirra rauðklæddu að hún þvældist með nokkrum eldheitum stuðningsmönnum út í hús sem kallað er Fjósið. Nóttin hefði að öllu jafna ekki látið teyma sig út í fjós en þetta var meira eins og næturklúbbur á Ibiza. Þar var sungið fram undir morgun og fékk Nóttin að lyfta bikarnum nokkrum sinnum á milli þess sem Kári Jóns og Kristinn Páls dönsuðu með hann. Lögfræðingurinn og verjandi Kolbeins Sigþórs, Elimar Hauksson, flaut um salinn og síðar um nóttina mætti Pattra Sriyanonge til að líta dýrðina augum.

Sigurður Viðarsson, Ottó lýtalæknir, Jökull í Kaleo og Kamilla Einarsdóttir.
Sigurður Viðarsson, Ottó lýtalæknir, Jökull í Kaleo og Kamilla Einarsdóttir.

Nóttin hefur oft verið hressari en þennan fimmtudag en hresstist allverulega þegar hún fór með vinkonum sínum á Nebraska að borða. Þar var Sigurður Viðarsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Kviku banka í miklu stuði og það var líka Ottó Guðjónsson lýtalæknir sem virðist alltaf vera á sama aldrinum. Eftir allt átið lá leiðin á hverfisbarinn Kjarval. Þar var Ragnar Jónasson rithöfundur og Yrsa Sigurðardóttir og Jökull í Kaleo í miklu stuði. Líka leikkonan Ebba Katrín og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra. Hin ofurhuggulega Kamilla Einarsdóttir rithöfundur var ekki langt undan enda fjörsækin með eindæmum. 

Elimar Hauksson lögmaður Kolbeins Sigþórssonar.
Elimar Hauksson lögmaður Kolbeins Sigþórssonar. mbl.is/Eyþór

Nóttin safnaði kröftum fyrir kosningarnar á föstudagskvöldið og svaf yfir sjónvarpinu þegar innanhússstílistinn hringdi. 

„Hann er nú meiri drullusokkurinn hann pabbi þinn,“ gólaði hún í símann. Nóttin glaðvaknaði og hugsaði með sér hvað hann hefði nú gert nýtt af sér. Í ljós kom að hinn tæknihefti faðir hennar hafði miðaldrað yfir sig. Tengt öll helstu raftæki við símann sinn og þegar hann hóf daður við sólbrúnu flugfreyjuna á elliblokkinni pípti í hinum tækjunum sem voru staðsett innan um Búdda-stytturnar í Akrahverfinu. Innanhússstílistinn fylgdist með ástarsambandi sínu fjara út á rauntíma. 

Kosningadagurinn rann upp bjartur og fagur. Nóttin klæddi sig upp á. Setti á sig silkiklút og fór í bleika dragt og Daysonaði á sér hárið, þó án þess að það yrði eins og hárkolla Höllu Hrundar Logadóttur. Og laumaði litlum vasapela í Louis Vuitton-töskuna áður en hún hengdi hana utan á sig. Í Ráðhúsinu fékk Nóttin ofbirtu í augun þegar hún sá Gnarr-hjónin, Jón og Jógu. Þau geisla svo af svo mikilli ást að annað eins hefur varla sést. 

Gnarr-fjölskyldan mætti á kjörstað á laugardaginn.
Gnarr-fjölskyldan mætti á kjörstað á laugardaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á Kastrup rakst hún á Önnu Þóru Björnsdóttur, fyndnustu kerlingu landsins, og Höllu Tómasdóttur sem þá rétt ókjörin forseti Íslands en að sögn þeirrar fyrrnefndu er víst alltaf verið að rugla þeim saman. Spurning hvort það þurfi að sjónmæla þetta fólk? Gæti verið aldurstengd fjarsýni. Nóttin var svo södd eftir Kastrup að hún laumaði sér inn á hverfisbarinn Kjarval, fór inn á fjórðu hæðina í eitt fundarherbergið og lagði sig.

Anna Þóra Björnsdóttir og Halla Tómasdóttir.
Anna Þóra Björnsdóttir og Halla Tómasdóttir.

Nóttin vaknaði upp við hringingu þegar vinkona hennar tilkynnti að hún ætti að vera mætt á kosningavöku Þjóðmála í Sjálfstæðissalnum. Þar voru Gísli Freyr Valdórsson Þjóðmálakóngur og allir hans hirðmenn. Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi voru á svæðinu og líka Björn Zoëga læknir í Saudi Arabiu, Guðmundur Fertram Sigurjónsson milljarðamæringur, Bergur Þorri Benjamínsson, Magnús Sigurbjörnsson for­stöðumaður Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar (RSV), Elvar Jónsson lögmaður, Eyþór Arnalds, Pétur Árni Jónsson eigandi Viðskiptablaðsins og Þórður Gunnarsson hagfræðingur. Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra og Jakob Birgisson uppistandari voru eldhressir. 

Nadine Guðrún Yaghi og Snorri Másson létu sig ekki vanta …
Nadine Guðrún Yaghi og Snorri Másson létu sig ekki vanta á kosningakvöld Þjóðmála. Skjáskot/Instagram

Eftir þessa veislu lá leiðin á HAX. Nóttin var búin að hlaða vel í sig en hana minnir að hún hafi séð glitta í Brynjólf Löve og hans fyrrverandi, Kristínu Pétursdóttur leikkonu og Ragnhildi Theodórsdóttur ofurgellu. 

mbl.is