Sjómönnum tryggt 54% meira fyrir þorskinn

Kjaramál sjómanna | 6. júní 2024

Sjómönnum tryggt 54% meira fyrir þorskinn

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna, sem haldinn var 4. júní 2024, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði og hækkaði viðmiðunarverð á slægðum þorski um 2% og lækkaði viðmiðunarverð fyrir karfa um 4%. Viðmiðunarverð óslægðs þorsks, slægðrar og óslægðrar ýsu sem og viðmiðunarverð ufsa helst óbreytt.

Sjómönnum tryggt 54% meira fyrir þorskinn

Kjaramál sjómanna | 6. júní 2024

Viðmiðunarverð þorsks hefur hækkað um meira en helming frá júní …
Viðmiðunarverð þorsks hefur hækkað um meira en helming frá júní 2021. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna, sem haldinn var 4. júní 2024, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði og hækkaði viðmiðunarverð á slægðum þorski um 2% og lækkaði viðmiðunarverð fyrir karfa um 4%. Viðmiðunarverð óslægðs þorsks, slægðrar og óslægðrar ýsu sem og viðmiðunarverð ufsa helst óbreytt.

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna, sem haldinn var 4. júní 2024, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði og hækkaði viðmiðunarverð á slægðum þorski um 2% og lækkaði viðmiðunarverð fyrir karfa um 4%. Viðmiðunarverð óslægðs þorsks, slægðrar og óslægðrar ýsu sem og viðmiðunarverð ufsa helst óbreytt.

Þrátt fyrir að lítilvægar breytingar voru gerðar á viðmiðunarverði síðastliðinn þriðjudag vekur athygli að viðmiðunarverð á þorski hefur aukist um 54,4% frá júní 2021 og á sama tímabili hefur viðmiðunarverð á ufsa hækkað um 48,1% og 13,5% fyrir karfa, en hefur lækkað um 9% fyrir ýsu. Verðlækkun á ýsu má líklega rekja til gríðarlegrar aukningar í framboði ýsu á mörkuðum í samræmi við aukna ráðgjöf síðustu ára.

Viðmiðunarverð Verðlagsstofu skiptaverðs er lágmarksverð í viðskiptum milli skyldra aðila og er til grundvallar launum sjómanna. Verðið er ákvarðað af Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna samkvæmt viðmiðum gildandi kjarasamnings milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka atvinnulífsins og Sjómannasambands Íslands.

mbl.is