54 ára og ófrísk að fjórða barninu

Meðganga | 7. júní 2024

54 ára og ófrísk að fjórða barninu

Leikkonan Trina McGee, sem er hve þekktust fyrir hlutverk sitt sem Angela Moore í Bandarísku sjónvarpsþáttunum Boy Meets World, á von á sínu fjórða barni en McGee er 54 ára gömul

54 ára og ófrísk að fjórða barninu

Meðganga | 7. júní 2024

Leikkonan Trina McGee ásamt leikaranum Raider Strong.
Leikkonan Trina McGee ásamt leikaranum Raider Strong. Samsett mynd

Leikkonan Trina McGee, sem er hve þekktust fyrir hlutverk sitt sem Angela Moore í Bandarísku sjónvarpsþáttunum Boy Meets World, á von á sínu fjórða barni en McGee er 54 ára gömul

Leikkonan Trina McGee, sem er hve þekktust fyrir hlutverk sitt sem Angela Moore í Bandarísku sjónvarpsþáttunum Boy Meets World, á von á sínu fjórða barni en McGee er 54 ára gömul

Leikkona kom aðdáendum sínum á óvart þegar hún tilkynnti óléttuna á samfélagsmiðlum sínum en þar biður hún um blessun um að fá barnið öruggt í heiminn. McGee bætir því við að hún ætli að taka sér hlé frá samfélagsmiðlum um tíma.

McGee á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Courtland Davis, og eitt annað barn úr fyrra sambandi. Hún hefur verið gift leikaranum og kvikmyndaframleiðandanum, Marcello Thedford, í 16 ár. 

Leikkonan kynntist sínum heittelskaða árið 1996 í tökum á hasarmyndinni Daylight sem fóru fram í Róm.

Page six

mbl.is