Neistinn slokknaður eftir 5 mánaða ástarsamband

Poppkúltúr | 7. júní 2024

Neistinn slokknaður eftir 5 mánaða ástarsamband

Neistinn er slokknaður á milli tónlistarmannsins Joe Jonas og fyrirsætunnar Stormi Bree eftir fimm mánaða samband. 

Neistinn slokknaður eftir 5 mánaða ástarsamband

Poppkúltúr | 7. júní 2024

Tónlistarmaðurinn Joe Jonas og fyrirsætan Sophie Turner.
Tónlistarmaðurinn Joe Jonas og fyrirsætan Sophie Turner. Samsett mynd

Neistinn er slokknaður á milli tónlistarmannsins Joe Jonas og fyrirsætunnar Stormi Bree eftir fimm mánaða samband. 

Neistinn er slokknaður á milli tónlistarmannsins Joe Jonas og fyrirsætunnar Stormi Bree eftir fimm mánaða samband. 

Heimildarmenn segja að Jonas hafi engan tíma fyrir ástina þar sem hann er einfaldlega of upptekinn við að semja nýja sólóplötu. 

Tónlistarmaðurinn er með annasama dagskrá alla daga vikunnar þar sem hann reynir hvað hann getur að eyða sem mestum tíma með börnum sínum þegar hann er ekki í stúdíóinu. Ástarlífið hefur því verið fært neðar á forgangslista Jonas.

„Ef sú rétta dúkkar upp mun hann klárlega búa til tíma fyrir hana í lífi sínu. Hann er ekki á þeim stað að hann drífi sig í samband með hverjum sem er. Ef það gerist, þá gerist það. Hann er mjög hamingjusamur þar sem hann er í dag,“ segir einn heimildarmannanna. 

Skilnaðurinn ljótur og erfiður

Jonas var áður giftur leikkonunni Sophie Turner en þau skildu á síðasta ári. Heimildir herma að skilnaðarorsök parsins hafi verið stjórnlaust partístand Turner. Skilnaðurinn var sérstaklega erfiður þar sem mikil ósætti var um forræði yfir ungu dætrum þeirra Willa og Delphine.

Í dag er gott er á milli Jonas og Turner en þau áttu árangursríka sáttamiðlun í október síðastliðinn. 

Taylor Swift var einnig í sambandi við Jonas í um þrjá mánuði en hún hefur deilt því opinberlega að hann hafi sagt henni upp í símtali sem varði í 27 sekúndur. 

Page Six

mbl.is