Gular og appelsínugular viðvaranir eru sannarlega ekki það sem landsmenn óska sér í byrjun júní, en óveðrið sem hefur geisað á Norðausturlandi síðan á mánudag hefur verið áberandi í fjölmiðlum.
Gular og appelsínugular viðvaranir eru sannarlega ekki það sem landsmenn óska sér í byrjun júní, en óveðrið sem hefur geisað á Norðausturlandi síðan á mánudag hefur verið áberandi í fjölmiðlum.
Gular og appelsínugular viðvaranir eru sannarlega ekki það sem landsmenn óska sér í byrjun júní, en óveðrið sem hefur geisað á Norðausturlandi síðan á mánudag hefur verið áberandi í fjölmiðlum.
Veðrið hefur þó ekki einungis vakið athygli hér á landi heldur einnig erlendis. Á samfélagsmiðlinum TikTok hafa birst þó nokkur myndskeið, bæði frá Íslendingum og erlendum ferðamönnum, af vetrarfærðinni.
Hjónin Tanika og Noah hafa verið á ferðalagi um Ísland í nokkra daga og lentu í leiðindaveðri, en þau birtu myndskeið af vetrarfærðinni með yfirskriftinni: „Við vildum bara sjá lunda og þetta er það sem við enduðum í.“
Þó nokkrir hafa skrifað ummæli við myndskeiðið, en einn notandi skrifaði: „Íslenskt veður: Búist við hverju sem er, hvenær sem er, og öllu í einu. Veturinn yfirgefur aldrei Ísland. Þú getur upplifað allar árstíðirnar í einu“ á meðan annar skrifaði: „Það er ekkert sumar á Íslandi, bara vetur, vor og haust.“
Þá var íslenskur notandi sem skrifaði: „Pabbi minn segist aldrei hafa upplifað svona júníveður á ævinni. Það snjóaði líka um miðjan maí í fyrra en það var ekkert miðað við þetta. Þetta hefur verið svo stressandi vegna kindanna og hestana.“