Styður niðurstöðu bankaráðsins

Landsbankinn kaupir TM | 7. júní 2024

Styður niðurstöðu bankaráðsins

„Eins og ég hef skilið á nýju bankaráði Landsbankans þá fór það í gegnum söluna og þá skilmála sem voru til staðar og það hefði verið skynsamlegast að klára þetta verkefni í stað þess að fara aðrar leiðir.“

Styður niðurstöðu bankaráðsins

Landsbankinn kaupir TM | 7. júní 2024

Sigurður ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eins og ég hef skilið á nýju bankaráði Lands­bank­ans þá fór það í gegn­um söl­una og þá skil­mála sem voru til staðar og það hefði verið skyn­sam­leg­ast að klára þetta verk­efni í stað þess að fara aðrar leiðir.“

„Eins og ég hef skilið á nýju bankaráði Lands­bank­ans þá fór það í gegn­um söl­una og þá skil­mála sem voru til staðar og það hefði verið skyn­sam­leg­ast að klára þetta verk­efni í stað þess að fara aðrar leiðir.“

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­málaráðherra við frétta­menn eft­ir fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar þegar hann var spurður hvað hon­um finn­ist um kaup Lands­bank­ans á TM.

„Mín afstaða er sú að við erum sann­ar­lega að minnka um­fang rík­is­ins og upp­fylla þannig eig­enda­stefn­una með því að hafa áform uppi um að selja Íslands­banka á næstu tveim­ur árum. Um leið er Lands­bank­inn mjög verðmæt eign þjóðar­inn­ar og fólks­ins í land­inu og mik­il­vægt að Lands­bank­inn geti þar að leiðandi keppt við aðra banka með sam­bæri­leg­um hætti,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Ætlar þú að beita þér fyr­ir því að það verði losað aft­ur um eign­ar­hald í TM?

„Ég hef ekki haft nein form­leg sam­skipti ennþá við banka­sýsl­una um það og finnst mik­il­vægt að bankaráðið sjálft taki þess­ar ákv­arðanir sem það hef­ur gert og ég styð þeirra niður­stöðu. Ég er sátt­ur við hana.“

mbl.is