„Fitusog er ekki grenningaraðferð“

Spurðu lýtalækninn | 8. júní 2024

„Fitusog er ekki grenningaraðferð“

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, var gestur í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum. Í þættinum var hún spurð að því hvort fólk gæti farið í fitusog ef það fyndist það sjálft vera of bústið. Hún segir að fitusog sé aldrei grenningaraðferð. 

„Fitusog er ekki grenningaraðferð“

Spurðu lýtalækninn | 8. júní 2024

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, var gestur í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum. Í þættinum var hún spurð að því hvort fólk gæti farið í fitusog ef það fyndist það sjálft vera of bústið. Hún segir að fitusog sé aldrei grenningaraðferð. 

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, var gestur í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum. Í þættinum var hún spurð að því hvort fólk gæti farið í fitusog ef það fyndist það sjálft vera of bústið. Hún segir að fitusog sé aldrei grenningaraðferð. 

„Ég myndi aldrei játa því. Fitusog er ekki grenningaraðferð. Fitusog er best ef fitan er mikil á einhverjum ákveðnum stað. Þá sér manneskjan mestan árangur. Þetta er til þess að taka fitu þar sem er of mikið af henni. Algengir staðir eru læri, hné, magi, mjaðmir og jafnvel upphandleggir. Mér finnst alltaf gaman að gera fitusog því þetta er svo þakklát aðgerð,“ segir Þórdís. 

Þannig að þetta er ekki mikið inngrip?

„Það er engin aðgerð áhættulaus. Maður þarf alltaf að segja fólki það. Þegar ég geri fitusog þá geri ég lítil göt og dæli inn vökva til að minnka líkur á blæðingum og verkum. Svo geri ég fitusogið í gegnum litlu götin og loka þeim síðan. Þetta er lítið inngrip en þó yfirleitt gert í svæfingu með nokkrum undantekningum eins og til dæmis ef þetta er undirhaka og einstaka sinnum innan á hnjám. Svo þarf fólk að vera í þrýstingsfatnaði, sem er kannski mesta málið og svo kemur bjúgur á svæðið. Fólk sér ekki árangur fyrir eftir margar vikur og mánuði ef þetta er mikið fitusog,“ segir hún. 

mbl.is