Myndir: Fagnaðarfundir við heimkomu gíslana

Ísrael/Palestína | 8. júní 2024

Myndir: Fagnaðarfundir við heimkomu gíslana

Miklir fagnaðarfundir voru í Ísrael í dag þegar fjórir gíslar sem höfðu verið í haldi Hamas-samtakana voru frelsaðir. Gíslarnir, þrír karlar og ein kona, hafa verið í haldi á Gasa frá hryðjuverkaárás Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael þann 7. október. 

Myndir: Fagnaðarfundir við heimkomu gíslana

Ísrael/Palestína | 8. júní 2024

Almog Meir Jan hittir fjölskyldu sína á ný.
Almog Meir Jan hittir fjölskyldu sína á ný. AFP/Ísraelski herinn

Miklir fagnaðarfundir voru í Ísrael í dag þegar fjórir gíslar sem höfðu verið í haldi Hamas-samtakana voru frelsaðir. Gíslarnir, þrír karlar og ein kona, hafa verið í haldi á Gasa frá hryðjuverkaárás Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael þann 7. október. 

Miklir fagnaðarfundir voru í Ísrael í dag þegar fjórir gíslar sem höfðu verið í haldi Hamas-samtakana voru frelsaðir. Gíslarnir, þrír karlar og ein kona, hafa verið í haldi á Gasa frá hryðjuverkaárás Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael þann 7. október. 

Gíslarnir heita Noa Agramani, Almog Meir Jan, Andrey Kozlov og Shlomi Ziv þau eru öll talin vera við góða heilsu eftir læknisskoðun. 

Ísraelsher gerði húsleit á tveimur stöðum á miðsvæðis Gasa. Á einum staðn var Argamani bjargað og á hinum staðnum var þeim Meir Jan, Kozlov og Ziv bjargað.

Á meðan aðgerðin stóð yfir voru loftárásir gerðar á Gasa en heilbrigðisyfirvöld á Gasa hafa sagt að 210 hafi verið drepnir og 400 særðir eftir árásirnar. 

Að sögn ísraelska hersins eru nú 116 gíslar enn í haldi Hamas. Þar af séu 41 látnir. 

Andrei Kozlov kemur aftur til Ísraels eftir að hafa verið …
Andrei Kozlov kemur aftur til Ísraels eftir að hafa verið í fangi Hamas í níu mánuði. AFP/Gideon Markowicz
Miklir fagnaðarfundir þegar gíslarnir hittu ástvini sína á ný.
Miklir fagnaðarfundir þegar gíslarnir hittu ástvini sína á ný. AFP/Ísraelski herinn
Argamani ásamt fjölskyldu sinni.
Argamani ásamt fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Ísraelski herinn
Agramani ásamt fjölskyldumeðlim
Agramani ásamt fjölskyldumeðlim Ljósmynd/Ísraelski herinn





mbl.is