Terta forsetafrúarinnar súkkulaði- og kirsuberjatertan ástarblómið ljúfa

Uppskriftir | 8. júní 2024

Terta forsetafrúarinnar súkkulaði- og kirsuberjatertan ástarblómið ljúfa

Finnur Guðberg Ívarsson nýútskrifaður bakari býður upp á helgarbaksturinn að þessu sinni. Hann útbjó tertuna ástarblómið fyrir Elizu Reid forsetafrú sem Hekla Guðrún Þrastardóttir og Stefanía Malen Guðmundsdóttir íslensku keppendurnir á heimsmeistaramóti ungra bakara færðu Elizu þegar hún bauð keppendum til móttöku á Bessastöðum á dögunum. Eliza var alveg hugfangin af kökunum sem henni voru færðar enda einstaklega fallegar og metnaðarfullar.

Terta forsetafrúarinnar súkkulaði- og kirsuberjatertan ástarblómið ljúfa

Uppskriftir | 8. júní 2024

Ástarblómið ljúfa, súkkulaði- og kirsuberjaterta eins og Eliza Reid forsetafrú …
Ástarblómið ljúfa, súkkulaði- og kirsuberjaterta eins og Eliza Reid forsetafrú var færð á dögunum í móttöku á Bessastöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Finnur Guðberg Ívarsson nýútskrifaður bakari býður upp á helgarbaksturinn að þessu sinni. Hann útbjó tertuna ástarblómið fyrir Elizu Reid forsetafrú sem Hekla Guðrún Þrastardóttir og Stefanía Malen Guðmundsdóttir íslensku keppendurnir á heimsmeistaramóti ungra bakara færðu Elizu þegar hún bauð keppendum til móttöku á Bessastöðum á dögunum. Eliza var alveg hugfangin af kökunum sem henni voru færðar enda einstaklega fallegar og metnaðarfullar.

Finnur Guðberg Ívarsson nýútskrifaður bakari býður upp á helgarbaksturinn að þessu sinni. Hann útbjó tertuna ástarblómið fyrir Elizu Reid forsetafrú sem Hekla Guðrún Þrastardóttir og Stefanía Malen Guðmundsdóttir íslensku keppendurnir á heimsmeistaramóti ungra bakara færðu Elizu þegar hún bauð keppendum til móttöku á Bessastöðum á dögunum. Eliza var alveg hugfangin af kökunum sem henni voru færðar enda einstaklega fallegar og metnaðarfullar.

Finnur Guðbergur Ívarsson nýútskrifaður bakari býður upp á helgarbaksturinn að …
Finnur Guðbergur Ívarsson nýútskrifaður bakari býður upp á helgarbaksturinn að þessu sinni. mbl.is/Árni Sæberg

Vert er að hafa í huga að það þarf að gefa sér góðan tíma til að baka og skreyta ástarblómið, kirsuberja- og súkkulaðitertuna ljúfu. Í ferlinu þarf til að mynda að láta hjúpinn bíða yfir nótt í kæli og láta tertuna standa í kæli í minnst 5 klukkustundir áður en hún er borin fram. Það þarf því að gera tertuna daginn áður og frysta fyrir notkun.

Sæta og súrleiki jafna út ríka og beiska bragðið

Kirsuber og súkkulaði passa einstaklega vel saman vegna þess að sæt og súrleiki kirsuberjana jafna út ríka, beiska og djúpa bragðið af súkkulaðinu. Súkkulaði og kakó hefur flóknari bragðnótur sem fara vel með ávaxtaríkum berjunum. Kombóið býr til ljúffenga og skemmtilega bragðupplifun þar sem andstæðar bragðtegundir styrkja hver aðra sem gerir þessa köku einstaklega skemmtilega þó við séum í rauninni bara að vinna með tvö brögð. 

Súkkulaði- og kirsuberjaterta - Ástarblómið

Súkkulaði svampbotn

  • 70 g sykur                 
  • 2 egg              
  • 70 g hveiti                 
  • 2 tsk. kakó                 
  • 1 ½ tsk. lyftiduft       

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 210° C hita með blæstri.
  2. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður ljós og létt, um það bil 5 mínútur.
  3. Sigtið þurrefnin út í og hrærið varlega saman við, passið að hræra ekki of mikið þá fellur deigið.
  4. Smyrjið deigið út á smjörpappír um það bil 1 cm þykkt.
  5. Bakið í 10-12 mínútur.

Rauður spegil hjúpur

  • 4 stk. matarlímsblöð
  • 60 g vatn                               
  • 120 g sykur                           
  • 120 g kornsíróp                   
  • 80 g niðursoðin mjólk          
  • 120 g hvítt súkkulaði
  • Matarlitur eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið matarlímið í kalt vatn og leggið til hliðar.
  2. Setjið sykur, vatn, niðursoðna mjólk og kornsíróp saman í pott og látið sjóða upp.
  3. Takið matarlímið upp úr vatninu og bætið út í og hellið svo súkkulaðinu yfir og litið eftir smekk.
  4. Setjið í box og geymið yfir nótt.

Kirsuberjamús

  • 145 g frosin kirsuber           
  • 65 g sykur                             
  • 3 stk. matarlímsblöð            
  • 380 g rjómi                           

Aðferð:

  1. Gott er að finna til formin áður en músin er löguð en þetta magn dugar fyrir um það bil 16-18 cm köku og það er sniðugt að setja matarfilmu um botninn á forminu svo músin flæði ekki úr.
  2. Látið frosnu kirsuberin þiðna og setjið í matvinnsluvél eða blandara og blandið í safa.
  3. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn.
  4. Setjið safann og sykurinn saman í pott, þegar safinn er farinn að sjóða takið þá matarlímið úr vatninu og setjið ofan í safann og blandað vel saman.
  5. Látið blönduna síðan kólna í 10-15 mínútur.
  6. Létt þeytið rjómann á meðan.
  7. Takið sirkað 25% af rjómanum og blandið saman við safann og svo blandið síðan rest saman við rjómann í 2-3 hlutum.
  8. Setjið í frysti.

Samsetning:

  1. Skerið út botnana um það bil 1-2 cm minni hlutföll en kakan á að vera og setjið annan botninn neðst í formið.
  2. Setjið síðan helming músarinnar ofan á það svo seinni botninn og síðan restina af músinni.
  3. Frystið síðan kökuna yfir nótt og hjúpið daginn eftir.
  4. Hitið hjúpurinn í örbylgju í um það bil 30°C hita.
  5. Setjið matarfilmu á borð og skál undir kökuna til þess að það sé sem auðveldast að þrífa.
  6. Hellið hjúpnum yfir kökuna, fyrst á kantana svo inn á miðju og látið leka af í smá stund.
  7. Setjið síðan kökuna á disk og látið standa í kæli í að minnsta kosti 5 klukkustundir svo hún nái að þiðna.
  8. Síðan er bara að láta ímyndunaraflið ráða för þegar kemur að skreytingu en Finnur útbjó eins konar súkkulaðiblóm ofan á sem kemur einstaklega vel út eins og sjá má á myndinni.
  9. Berið fram á ástríðufullan hátt og njótið.
mbl.is